Ægir - 01.04.1985, Qupperneq 56
Laxaframleiðsla í
Japan
Á japanskan markað berst: (a)
innflutturt lax; (b) lax veiddur á
úthafi; (c) lax alinn í sjókvíum; og
(d) hafbeitarlax. Af um 268,000
tonnum sem barst á þennan
markað 1983 nam hafbeitarlax
45% eða 120,600 tonnum og
hafði aukist úr 39,200 tonnum
frá árinu 1974. 44 klakstöðvar í
ríkiseign og 220 stöðvar í einka-
eign önnuðust sleppingu sjó-
gönguseiða á árunum 1979-83
á eyjunum Hokkaido og Honshu.
Árið 1983 var sleppt 2 mill-
jörðum (2000 milljónum) sjó-
gönguseiða, þar af 1.2 milljörðum
frá ríkisstöðvum og 0.8 mill-
jörðum frá einkastöðvum. Búist
er við að endurheimtur árið 1987
nemi um 140,900 tonnum eða
um 38.6 milljónum laxa. Um
94% af gönguseiðunum er chum
lax (dog salmon) (á íslensku
blálax eða hundlax), en þessum
seiðum er sleppt sama vorið og
þau klekjast út eftir nokkurt eldi í
klakstöðvum eða sleppitjörnum.
Endurheimtur slíkra seiða eru
stórum betri en seiða sem klekjast
út í ánum, og er nú svo komið, að
allur sá lax sem ekki er tekinn í
net nálægt árósum, er hirtur í
gildrur í ánum og kreistur til
klaks. Nokkur uggur er um það í
japan, að vaxi framleiðsla haf-
beitarlax enn að mun ásamt
auknum innflutningi, þá muni
markaðurinn yfirmettast og verð
fara lækkandi.
í sjókvíum er nú aðeins fram-
leiddur coho lax (silfurlax) og
hófst sú framleiðsla fyrst árið
1973. 1983 nam þessi fram-
leiðsla 2,900 tonnum og er
áætluð um 8,000 tonn árið 1990.
Hún er ekki studd fjárhagslega af
opinberri hálfu.
Heimild:
Aquaculture Digest, mars 1985.
UTVEGUR 1984
ER VÆNTANLEGUR
ERT ÞÚ
KAUPANDI
Vilt þú vita um afla
og atlaverðmæti allra
báta og togara á s.l. ári
Vilt þú vita hvað hvert
fiskvinnslufyri rtæki á
landinu tók á móti miklu
fiskmagni á s.l. ári svo og
aflaverðmæti þess t’isks.
Vilt þú vita hve mikiö
fiskmagn var unnið í
hverri verstöð landsins á
s.l. ári svo og s.l. 10 ár.
Allar þessar upplýsingar
auk fjölmargra annarra
er að finna í Útvegi '84.
Fiskifélag
íslands
Sími 10500
Pósthólf 20-121 Reykajvík
164-ÆGIR