Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1987, Page 8

Ægir - 01.02.1987, Page 8
64 ÆGIR grófar á hyrnunni aðfellingahrygg- irnir verða meira eða minna hnöttóttir. Lokan frekar stór, tvö- falt styttri en munninn og loku- kjarninn er örmiðja. Tegundin er ákaflega afbrigðaauðug og hafa eftirtalin afbrigði fundist hér við land: Buccinum undatum coeru- leum, B.u. littoralis, B.u. pelag- icum, B.u. carinatum, B.u. planum og B.u. striatum. Breidd kuðungsins er allt að67 mm. og hæðin allt að 100 mm. Þó hafa fundist dauð eintök hér við land sem eru 150 mm. há. Tegundin er mjög algeng umhverfis landið frá fjöruborði allt niður á 100 m dýpi. Um útbreiðslu einstakra deilitegunda er lítið vitað en t.d. V. carinatum hefur fundist við Vestmannaeyjar, variant coeruleum við Vestur- og Norðurland, var. littoralis við S- og V-land, var. pelagicum í Eyja- firði, var. planum í Faxaflóa og úti fyrir Norðurlandi og var. striatum við Suður- og Vestur- land. Sjálfu dýrinu má skipta í þrennt, þ.e.a.s. höfuð, fót og líf- færi. Fóturinn er eiginlega vöðvi semerflaturaðneðan. ítengslum við hann er höfuðið en á því eru tvö augu, tveir fálmarar og munnur. Munnurinn er um- myndaður í rana og er skráp- tungan yst á honum. Skráptung- una notar beitukóngurinn til að bora inn í bráð sína. Ofan við höfuðið eru svo önnur líffæri sem eru umlukin möttlinum en hann klæðir kuðunginn að innan. Til- tölulega auðvelt reynist að kyn- greina beitukóng sem er ein- kynja. Pintillinn er oftast áber- andi stór og fituríkur og liggur hægra megin í kuðungnum. Einnig er nokkur stærðarmunur á kynjum og er hrygnan að jafnaði stærri. Þegarhrygninginásérstað leitar hrygnan á grynnra vatn og myndar sérstök hylki utanum eggin, sem hún síðan festir saman í klasa. Þessi hylki innihalda hvert um sig 7-14 egg. Ekki klekj- ast öll eggin heldur er nokkur notuð sem forði fyrir hin. Stundum eru það fleiri einstakl- ingar sem standa að sama klasa, sem þannig geta orðið nokkuð stórir og eru þeir síðan límdir við botninn. Ekki er vitað nákvæm- lega hvenær hrygning beitukóngs á sér stað hér við land en erlendis t.d. við Ermarsund hrygnir hann frá október til febrúar við hitastig lægra en 9°C. Klakið tekur um 4- 5 mánuði og skríður þá ungviðið fullþroska úr hylkjunum. Ýmis sníkjudýr lifa í beitukóng sem millihýslar en sækja síðan í fiska t.d. steinbít og flatfisk. Þrátt fyrir að beitukóngur leitar árstíða- bundið á grunnt vatn þolir hann illa seltubreytingar, sér í lagi þegar seltan fer undir 20 %o. Beitu- kóngurinn er algengur í norðan- verðu Atlantshafi allt suður til Spánar. Flann finnst niður á 200 m dýpi og hér við land finnst hann nánast allt umhverfis landið frá fjöruborði niðurá 100 m dýpi. Kjörbotn beitukóngsins er send- inn eða harður leirbotn og er hann oft í straumhörðum sundum. Þarsem beitukóngurinn er rándýr og leggst einnig á hvers- konar hræ, þá getur hann stundum gert mikinn usla á neta- fiski. Það verður víst að segjast eins og er að rannsóknir á beitukóng við Island eru mjög skammt á veg komnar. Aðalástæðan er sú að ekki hefurfengistféáfjárlögum til þessara rannsókna eða annan þann meðbyr sem slíkar rann- sóknir þurfa. Þó rættist verulega úr þessu er sjávarútvegsráðu- neytið veitti fé til kaupa á kuð- ungagildrum á s.l. sumri. Þarsem ekki hefur fengist skip til rann- sóknanna hefur verið gripið til þess ráðs að lána gildrur til þeirra aðila sem áhuga hafa haft á til- raunaveiðum með þeim fyrirvara 2/87 að þeir síðan láti okkur í té upp' lýsingar um gang veiðanna- Hefur þetta mælst vel fyrir og margir notfært sér þetta. Um tæpt tveggja ára skeið hefur Sjávarréttagerðin á Akra- nesi stundað kuðungaveiðar og vinnslu og tekist sæmilega til- Aðalvandinn hjá þeim eru mark- aðssetning og vinnsluaðferðit- Aðrir hafa enn sem komið er ekki farið út í vinnslu en Gunnat Skaptason hefur í samráði við Björn Guðmundsson hjá R.F. gert tilraun með niðursuðu á beitu- kóng. Mikinn áhuga er að merkja hja sjómönnum víðsvegar um landið fyrir þessum veiðiskap. Meðao vinnsla og markaður er ekki tryggur er ekki von til þess að þessir aðilarfari út í stærri fjárfest; ingar í búnaði sem með þarf. ^ s.l. sumri var gerð könnun við Höfn í Hornafirði og á Aust' fjörðum vegna áhuga heima- manna þar. Því miður var ekk| hægt að fá skip lengur en í viku ti þessara athugana og því varð ekk' árangur sem erfiði. Öruggt nia telja að á nokkrum stöðum við landið megi hefja veiðar vinnslu á beitukóng, en sani' ræmdra aðgerða er þörf. ígulker Snemma á árinu 1984 kon1 beiðni frá sjávarútvegsráðuneyt' inu um umsögn vegna erindis er varðar veiðar og vinnslu á ígul' kerum. Ungir menn á Suðurnesj' um höfðu fengið vitneskju um a hægt væri að selja ígulkerahrogn til Japans og Evrópu fyrir mjóS hátt verð. Þeir sóttu um styrk t' sjávarútvegsráðuneytis til ti' raunavinnslu og var Hafran'1 sóknastofnun beðin um a aðstoða þá við veiðarnat- Skemmst er frá því að segja að vi áttum gott samstarf við þessa menn og fyrri hluta árs 198 tókum við ásamt þeim sýni ba?

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.