Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1987, Side 16

Ægir - 01.02.1987, Side 16
72 ÆGIR 2/87 notið aðstoðar eigenda og skip- stjóra tveggja skipa þ. e. Hjörleifs RE-211 og Stafness KE-130. Neyðaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvort skip um sig af áhöfnum þeirra. Hjá stofnuninni fást ijósrit af áætlunum þessara skipa til leiðbeiningar ásamt Ijósriti af neyðaráætlun sem unnin var á stofnuninni sjálfri. Form fyrir neyðaráætlun ásamt leiðbein- ingum er hægt að fá á skrifstofu Siglingamálastofnunar á Hring- braut 121, og hjá skoðunar- mönnum úti á landi. Auk formsins, sem ætlast er til að skipstjórnarmenn á hverju skipi fylli út, hafa verið útbúin fyrir- mæli til einstakra yfirmanna um hvernig bregðast eigi við beri hættu að höndum. Fyrirmælin eiga að hanga uppi í vélarrúmi, brú og vistarverum viðkomandi yfirmanna eftir því sem við á og eru því hluti af neyðarskipulagi skipsins. Til að fylgja eftir kröfunum um neyðaráætlanir um borð í skipum hefur verið ákveðið að frá og með 1. mars 1987 muni skipaskoðun- armenn ganga eftir því við aðal- skoðun að neyðaráætlun sé í hverju skipi yfir 100 brl. að stærð. Björgunaræfingar Vegna krafna um neyðar- áætlun hefur að sjálfsögðu orðið að setja reglur um björgunar- æfingar um borð í skipum. Um langan tíma hafa verið ákvæði í reglum um bátaæfingar en því miður er það svo að úr þeim hefur dregið frá því sem áður var og er sennilega um að kenna tilkomu gúmmíbjörgunar- báta á sínum tíma. Menn fylltust ofurtrausti á þessum nýja búnaði og töldu sig sjá fyrir endann á erfiðu viðhaldi gömlu björgunar- bátanna og sjósetningarbúnaði þeirra. í íslenskum fiskiskipum er ekki Iengur gerð krafa um slíka báta en í mörgum tilvikum eru Varðskipid Þór, sem byggður var 1951 og endurbyggður 1972 hefur verið mik" happafleyta. Skipið tók þátt íöllum þorskastríðunum og var íþjónustu Landhelg' isgæslunnar til 1983. I október 1985 eignaðist SVFI skipið. auk hinna hefðbundnu gúmmí- báta einnig slöngubátar, sem nota má falli menn útbyrðis. Eftir sem áður var þörf á æfingum og' kynningu á sjósetningu og bún- aði gúmmíbjörgunarbáta svo og dvöl um borð í þeim. í fyrrgreindri alþjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa (Torremol- inossamþykktinni) eru kröfur um björgunar- og eldvarnaræfingar og er þar gert ráð fyrir slíkum æfingum mánaðarlega í skipum 24 m og lengri. Æfingar skal einnig ávallt halda innan sólar- hrings frá því látið er úr höfn hafi '/4 hluti áhafnarinnar verið ný- skráður á skipið. Æskilegt væri að þetta fyrir- komulag kæmist til framkvæmda sem fyrst en augljóst að slíkt verður tæpast gert í einu vetfangi miðað við núverandi ástand þess- ara mála. Til að gefa skipstjórnar- mönnum nokkrar hugmyndir um hvernig björgunar- og eldvarnar- æfingar má skipuleggja, höfum við tekið saman yfirlit yfir helstu atriðin, sem huga ber að við fram- kvæmd þessara æfinga. Lögð skal áhersla á að þessar hugmyndireru áengan hátttæm- andi eða bindandi heldur fyrst og fremst hugsaðar til leiðbeiningar fyrir skipstjórnarmenn er þe'r skipuleggja og stjórna æfingunl um borð í skipum sínum. Siglingamálastofnun heHr ákveðið í framhaldi af gerð þe85' ara leiðbeininga sem tilbúnar verða væntanlega í byrjun mar5, að fylgja eftir að björgunar- eldvarnaræfingar verði hafnar svo að því markmiði verði náð' sem reglur segja fyrir um á nasstl) 2—3 árum. Þannig viljum við hvetja a skipstjórnarmenn til að huga framkvæmd björgunar- og el lla að ld' varnaræfinga og munu skoðunar' menn Siglingamálastofnuna1 fylgjast með að æfingar seU haldnar og þær skráðar í eftiHÍÞ bók skipsins en nánari lýsing 3 framkvæmd æfinga skal skráð 1 dagbók þess. Eftir 1. júlí nk. munu skoðunar' menn ekki endurnýja haffa61”1^ skírteini fyrir fiskiskip stærri el1 300 brl. hafi ekki verið hald'11 a.m.k. ein björgunar- og e^. varnaræfing síðustu sex mánu þar á undan fyrr en að unda'1 genginni æfingu allrar áhafnaþ innar, þar sem skoðunarmaður viðstaddur. Eftir 1. jan. 1988 munu sönj reglur gilda fyrir öll fiskisk'P

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.