Ægir - 01.02.1987, Blaðsíða 19
2/87
ÆGIR
75
pá// Bergþórsson:
Spár um árshita
/^eira en 60 ára reynsla sýnir,
a 1 ársbyrjun er hægt að segja
'eff [il um það í 6 tilfellum af
Verjum 7, hvort lofthiti ársins í
tykkishólmi verði meiri eða
m'nni en í meðallagi.
Þetta þykir víst flestum ótrú-
eL8’; ^e'r geta bent á, að það tekst
j.. nema fjóra af hverjum fimm
e?8Urn að spá, hvort þurrviðri
e a e'nhver úrkoma verði næsta
^arhring. Hitaspár munu vera
^okkuð auðveldari, en eru þó
arklitlar um meira en nokkra
I 38a e^a viku. Hvernig má þá
ei a líkur að því að ársspár um
hitann geti verið allt að því eins
marktækar? Þeirri spurningu er
nauðsynlegt að svara áður en
lengra er haldið.
Það er fyrst og fremst vindafar-
ið, sem stjórnar hitanum frá degi
ti! dags. Norðanátt er stundum 5
stigum kaldari en sunnanátt á
sumrin, og að vetrinum er hita-
munur þessara átta iðulega helm-
ingi meiri en að sumrinu. En þar
sem vindaspár er ekki hægt að
gera nema nokkra daga fram í
tímann, verða hitaspár sem
byggjast á þessu, líka skeikular
nema fyrir fáa daga. Af sömu
ástæðu eru mánaðarspár um hit-
ann mjög lítils virði, þó að fram-
farir í tölvuspám kunni að bæta
nokkuð úr því á næstu árum.
En þegar litið er á meðalhita
komandi árs, verður annað uppi
á teningnum. Þá eru áhrifvindátt-
anna á hitann ekki eins yfirgnæf-
andi og þau eru einstaka daga og
vikur, þó að vissulega séu nokkur
áraskipti að því, hvað hlutfalliðer
milli kaldra og hlýrra vindátta. En
það er einkum tvennt annað, sem
ræður mjög meðalhita ársins, og
um það gæti verið hægt að segja
nokkuð fyrirfram. í fyrsta lagi,
hvert er almenna hitafarið á jörð-
inni, einkum á okkar helmingi
hnattarins. Það mótast aftur á
móti mikið af þeim varma, sem
heimshöfin innihalda og geyma
furðu vel frá ári til árs og jafnvel í
áratugi. í öðru lagi er þýðingar-
mikið hvernig er háttað stað-
bundnu hitafari sjávar í grennd
við landið, einkum þess sjávar,
sem er Iíklegur til aðstreyma í átt-
ina til landsins. Sérstaklega eru
þau hitabrigði mikil norður
undan, þar sem hafísbeltið á
Hafís í mars-maí
?. Lágmarksís síðustu áratugi.
2. Miðlungsís síðustu áratugi.
J. Hámarksís síðustu áratugi.
4. Mesti ís sem vitað er um síðustu
aldir.
/ meginatriðum má reikna með að
straumar liggi norðan að samhliða
þessum hafísjöðrum.