Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1987, Síða 26

Ægir - 01.02.1987, Síða 26
82 ÆGIR 2/87 SKIPSTAPAR OG SLYSFARIR Arnar ÍS 125 ferst við Selatanga austan við Grindavík Jón Eðvaldsson Jóhannes Pálsson Arnar ÍS 125 fór í línuróður frá Sandgerði um miðnætti aðfarar- nótt sunnudagsins 23. nóvember 1986. Skipverjar, er voru tveir, töluðu við sjómenn á öðrum bátum um nóttina, síðast klukkan rúmlega 8 á laugardagsmorguninn. Þeir voru þá skammt frá Selatöngum á sunnanverðu Reykjanesi. Annar sjómannanna var á svo- kallaðri baujuvakt og er ekki vitað annað en að þá hafi allt verið í lagi. Daginn eftir, sunnudaginn 23. nóvember, gengu tvær rjúpna- skyttur frá Hafnarfirði fram á björgunarbát í fjörunni við Sela- tanga og var „Arnar" strandaður á grynningum um 100 metra frá björgunarbátnum. Kom í Ijós að „Arnar" hafði farið upp á grynn- ingar og laskast töluvert á þeim og stöðvast um 40-50 metra frá fjöruborðinu. „Arnar" var þá þegar mikið brotinn, stjórnborðs- síðan var t.d. alveg farin úr honum ásamt hálfu dekkinu og stórt gat vareinnigá bakborðssíð- unni. Björgunarbátur „Arnars" var uppblásinn en mannlaus. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út til leitar og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif kom einnig fljótlega á vettvang. Skipuleg leit hófstsíðan mánudaginn 24. nóvember, en hún bar engan árangur. Með „Arnari" fórust: Jón Eðvaldsson, ski pstjóro Suðurgötu 28, Sandgerði, fæddr,r 20. janúar 1933, kvæntur lætur eftir sig þrjú uppkomin börH/ og Jóhannes Pálsson, Suðnt' götu 16, Sandgerði, fæddur 31- maí 1952, kvæntur og lætur eft|r sig þrjú ung börn. ArnaríS 125.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.