Ægir - 01.02.1987, Side 30
86
ÆGIR
2/87
Heiðursfélagi
Nýlega var tilkynnt að
Dr. Lúðvík Kristjánsson
sagnfræðingur hefði ver-
ið kjörinn heiðursfé-
lagi Sagnfræðingafélags
íslands, en Lúðvík var
um árabil ritstjóri Ægis
og var kjörinn heiðurs-
félagi Fiskifélags íslands
árið 1981.
Er hann jafnframt fyrsti heiðursfélagi Sagnfræð-
ingafélagsins. Eins og segir á heiðursskjali, öðlast
hann þennan heiður„fyrirframlag hanstil íslenskrar
sagnfræði og þó einkum rit hans „íslenska sjávar-
hætti".
„Flaggskip" íslenska loðnuflotans
Hinn 6. febrúar s.l. kom til landsins „flaggskip"
íslenska loðnuflota'ns, Jón Finnsson RE 506. Skipið
var byggt í Stettin í Póllandi og er 53,6 metrar að
lengd og 11 metra breitt.
Gert er ráð fyrir að burðargeta þess sé um 1200-
1300 lestir af loðnu. Á heimleið frá Póllandi kom
skipið við í Solvika og tók þar um borð hjá „Mogenot"
loðnunót, sem er ein sú stærsta er þekkist hér eða 92
faðma djúp og 300 faðma löng.
Eigandi skipsins er Gísli Jóhannesson, Reykjavík.
Skipið hélt til loðnuveiða þann 8. febr. og miðviku-
daginn 11. febr. kom það með fullfermi, 1300 tonn,
til Seyðisfjarðar.
Síðar verður gerð frekari grein fyrir þessu glæsi-
lega skipi á síðum ÆGIS.
Noregur
í blaði norsku fiskimálastjórnarinnar „Fiskets
gang" um fiskveiðar Norðmanna kemur m.a. eftir-
farandi fram um fiskveiðar Norðmanna á sfðast-
liðnu ári.
Aflamagn
1986 (tonn)
Síld 336.600
Makríll ........................... 143.300
Loðna ............................. 272.400
Spærlingur ......................... 67.900
Áll ................................ 87.000
Kolmunni 285.300
Þorskur, annar botnf............... 544.259
Skelfiskur (rækja, humar, krabbi) . 58.900
Heildarafli Norðmanna 1986 minnkaði ú[
2.204.627 tonnum í 1.960.759 tonn, en verðmæti
aflans jókst um 8%. Tölur þessar eru bráðabirgða-
tölur. Aflinn er sá minnsti síðan 1964. Aflasamdrátt-
urinn er aðallega vegna minnkandi loðnuveiða, en
loðnuaflinn reyndist 370.000 tonnum minni en árið
áður. Samdráttur hefur og orðið í ufsaafla (38%)
spærlingsafla (40%). Einnig varð samdráttur í rækju-
og brislingsafla og í veiðum á sandsílum.
Skipting aflaverðmætis áranna 1983-1986 var sem
hér segir:
1983 7 984 7 985 1986
% % %
Síldar- og loðnuafurðir 31 29 24 20
Þorskur, annar botnfiskur 50 50 53 58
Skelfiskur 16 18 19 18
Annað 3 3 4 4^
Alls . 100 100 100 100
Færeyjar
í færeyska blaðinu „Sosialurin" er greint frá upp'
setningu á verksmiðju sem framleiðir„Surimi" aðal'
lega úr kolmunna fyrir Japansmarkað. Japanskir sér-
fræðingar er unnið hafa við að setja upp verksmiðj11
í færeysku frystihúsi telja að hráefni úr kolmunna se
mun betra en hráefni úr Alaska-ufsa.
Noregur - Sovétríkin
\ 1. tbl. „Fishing News International" 1987 er
skýrt frá samkomulagi Norðmanna og Sovétmanria
um auknar veiðar þessara þjóða á þorski og ýsu a
árinu 1987.