Ægir - 01.02.1987, Page 50
106
ÆGIR
2/87
Ægir 80 ára
í júlí 1905 kom út fyrsta tölu-
blað tímaritsins „Ægis" og var
Matthías Þórðarson frá Móum rit-
stjóri og útgefandi ritsins.
Árið 1909 varð hlé á útkomu
blaðsins fram til ársins 1912 að
Fiskifélag íslands tók við útgáfu
tímaritsins undir sömu ritstjórn og
áður. Síðan hefur Fiskifélagið
gefið tímaritið út. Með janúar-
blaði 1914 lætur Matthías Þórð-
arson af ritstjórn Ægis, en við
tekur Sveinbjörn Egilsson. Skrifar
hann ávarpsorð til lesenda og
þakkar Matthíasi fyrir frábæran
dugnað við að halda út blaðinu.
Um ritstjórn Sveinbjörns segir
Guðbrandur Jónsson í afmælisriti
um Fiskifélag íslands 1911 -36: í
höndum hans (þ.e. Sveinbjörns)
breyttist blaðið allmjög, en
Sveinbjörn hefir ágæta blaða-
mannshæfileika og lagði hann
nú fyrst og fremst áherslu á, að
blaðið væri skemmtilegt.
í ársbyrjun 1937 tekur síðan
Lúðvík Kristjánsson við ritstjórn
og var allt til loka ársins 1954 að
Davíð Ólafsson tók að sér rit-
stjórnina. Már Elísson varð þessu
næst ritstjóri árið 1967 og varð
síðar ásamt Jónasi Blöndal skrif-
stofustjóra ritstjóri allt til ársins
1983 er Þorsteinn Gíslason varð
fiskimálastjóri og ritstjóri ásamt
Jónasi Blöndal. Fyrr, eða á árinu
1978, hafði verið ráðinn ritstjórn-
arfulltrúi við blaðið, Birgir FJer-
mannsson, sem svo varð ritstjóri
árið 1985. Birgir hætti störfum
1. febrúar síðastliðinn, en við tók
til bráðabirgða Friðrik Friðriks-
son.
Óhjákvæmilegt er, að blaðið
hafi tekið breytingum frá því ári
sem blaðið leit fyrst dagsins Ijós.
En megintilgangur þess er eftir
sem áður að birta aflaskýrslur og
gegna þjónustuhlutverki sínu við
sjávarútveginn.
Hér á eftir birtum við til fróð-
leiks og skemmtunar 1. tölublað
Ægis í upprunalegri mynd sinni.
Matthías Þórðarson, fyrsti útgefandi og
ritstjóri Ægis.
MÁNAÐARRIT UM FISKIVBIDAR 0G UARMENSKU
AHÍiAMGUH
RITSTJÓRI MATTHÍAS ÞÓRDARSON
W K Y K .I A V í K
pHKNTS.MiaiAN (ii ti:n»si:i
1ÍMIT»— 11HM*
Forsíða I. tölublaðs Ægis.