Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1987, Page 58

Ægir - 01.02.1987, Page 58
114 ÆGIR 2/«7 8 ÆGIR. hingað til verið mjög lítið notað af inn- byggendunnm, bæði af framkvæmdarleýsi og vöntun á vinnukrafti til að stunda veiðarnar. Eins og fyr er frá sagt hafa islend- ingar nú ráðið til sín marga norska fiski- menn, sem jafnframt því sem þeir stunda róðra eiga að kenna þeim að fiska bæði skynsamlega og á réttan liátt. Fiski- mennirnir fara til íslands í næstu viku. Fiskitiminn er ákveðinn 4 mánuðir, og eru skilmálarnir, sem þeir eru ráðnir fyrir mjög góðir«. ★ ★ Ath. Þessir menn sem hér um ræðir eru þeir, sem hr. kaupm. Þoi'st. Jóns- son réð í Lofoten i vetur eftir leiðbein- ingu og upplýsingum minum, og er kaup þeirra ákveðið um 25 kr. um mánuðinn og V2 hlutur. Þeir komu lil íslands snemma i júni, og margir þeirra hafa i hyggju að búsetja sig á Austfjörðum til frambúðar. Ábyrgðarm. Frosinn fiskur lífgaður aftur. (Eftir Tlie Pacilic Fisherman.) Af því eftirsókn eftír lifandi fiski er jafnan meiri á heimsmarkaðinum en á dauðum fiski og lumn þar að auki er i hærra verði, þá hafa menn í Ameriku fundið það ráð að frysta lifandi lisk og geyma hann svoleiðis í lengri tíma, og senda á ýmsa staði upp í landið, heíir hann svo við það að vera þýddur í sjó eða köldu vatni smám saman lifnað og verið seldur lifandi á torgum og fiiski- söluhúsum. Síldarveiðin í Norðursjónum. Síðastliðið ár veiddnst 27^ milliónir tunnur af síld í Norðursjónum, þar af fiskuðu Skotar helminginn og Hollending- ar rúmar 650,000 tn. Fiskiveiðar Norðmanna. 1 il 20. mai í ár liafa Norðmenn aílað 398/io millión íiska. 1904 fiskaðist til sama tima 428/io millión. 1903 423/io og 1902 404/io millión. Þannig hafa Norð- menn liskað talsverl minna en undanfarin ár, attur á móli hefir fiskurinn verið stærri og feitari. Þilskip við Faxaflóa hafa í vortúrnum aflað fremur vel, talan fremur há, og fiskurinn með værista móti, hæðsta lala er hjá »Guðrúni frá Gufunesi« 32,000 fiskjar og fleiri eru með frá 25—30,000. — Úr Reykjavik og Sel- tjarnarnesi gengu í vor tií fiskjar 44 skip, þau liafa aflað til samans 802,000 eða að meðaltali rúm 18,000 iivert, en það mun vera hér um bil 1000 fiskar á mann, og er það góður afli þegar tekið er tillit til hvað íiskurinn er vænn og verðiðhátt í fyrra fiskuðu 40 skip lijeðan úr bæn- um og af Seltjarnarnesi 670,000 fiskjar á vorvertiðinni. Einn botnvörpung enn þá, liafa nokkrir menn hér í Reykjavík keypt sér, og skal nú þegar byrja fiskveiðar. Skipstjórinn er íslenzk- ur Árni Eyjólfsson að nafni, og hefir i nokkur ár siglt sem skipstjóri með botn- vörpuskipi frá Englandi, og sýnt mjög mikinn dugnað. Heyrst hefir að margir hér i Reykja- vík og nágrenninu hefðu i hyggju að selja þilskip sín ef kostur er og kaupa aftur botnvörpuskip, og sýnir þetta virð- ingáverðan áhuga fyrir að fyígja með tímanum i fiskiveiðamálunum. Um 50 síldveiðaskip frá Svíþjóð er búist við að stundi síldarveiði við Norðurland í sumar oger það töluverð viðbot við norska llotann. Brýn nauðsyn ber til að alvarleg gang- skör sje gjörð svo fljótt sem auðið er að því að vernda hagsmuni íslands, og stemma stigu við ylirtroðslum þessara útlendinga á réttindum landsmanna. Nú pegar verið er aö enda viö að setja ritið, fréttist pað að yíirforingi »Heklu«, Kapt. Schack, lætur af yfirstjórn og Capt. Tuxen tekur við. Fáir menn hafa á jafnstuttum tima unnið sér jafn einróma hylli, og pað að verðleikum, sem Capt. Schack, og óskum vér iionum allra heilla um leið og vér hjóðum hinn velkominn. í næsta blaði tökum vér meðal annars, lil íhug- unar hvað gera beri fyrir sjávarútveginn í heild sinni. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.