Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1987, Síða 16

Ægir - 01.08.1987, Síða 16
456 ÆGIR 8/8? Kr. 1.542 þús. v/plógs og barka Kr. 500 þús. v/kara fyrir skel Eða liðlega 2 milljónir í það sem kalla mætti lausan búnað („veiðarfæri" og „geymslubúnað- ur"). Að þessum þáttum frá- dregnum hafa eiginlegar breyt- ingar á skipinu til sjálfra veiðanna verið rétt rúmar 15 milljónir. Hlutur véla- og tækjabúnaðar í endanlegum kostnaði við sjálfar kúfiskbreytingarnar (kr. 17.371 þús.) er rétt um 45%. Mælingar og athuganir Almennt Fyrstu raunhæfu mælingarnar hófust í mars sl., og frekari mæl- ingar voru síðan gerðar í lok apríl. Til aðgreiningar verður hér talað um fyrri mælingar, dagana 7.-9. mars, upphaf tilraunaveiða á Breiðafirði, og seinni mælingar, dagana 27. og 28. apríl, en þá voru tilraunaveiðar stundaðar fyrir austan land í Berufirði og við Papey. Mælingar voru í stórum dráttum tvíþættar, þ.e. annars vegar tímaskráning aðgerða og hins vegar ýmsar mælingar orku- og veiðitæknilegs eðlis. Veiðiaðgerðum er skipt í eftir- farandi meginþætti: - Köstun (setning plógs) - Tog - Hífing — Meðhöndlun uni borð Á margan hátt er um hliðstæða skiptingu tíma í veiðiaðgerðir og á hefðbundnum togveiðum, en hinn stutti togtími og frábrugðið veiðarfæri breyta myndinni nokkuð. Þannig er hífingartími skilgreindur sem tíminn frá því hífing hefst og þar til plógur er kominn í braut í losunarstöðu. Aðgerðin „meðhöndlun um borð" er þá tæmingartími að við- bættum þeim tíma þar til setning hefst að nýju. Hvað viðkemur hinum eigin- legu veiðitæknilegu mælingum og orkumælingum, þá voru eftir- farandi þættir mældir og skráðir: - Snúningshraði skrúfu (sn/mín) - Afl yfirfært á skrúfu .... (KW) - Olíunotkun aðalvélar (l/klst) - Toghraði (hn) - Snúningshraði dælu- vélar (sn/mín) - Olíunotkundælu- vélar .............(l/klst) - Sjóflæði (l/mín) - Sjóþrýstingur ..... (bar) - Vökvaþrýstingurvindu- dælu .............. (bar) - Vökvaþrýstingurað vindumótor ........(bar) - Snúningshraði vindu (sn/mín) Helstu mælitæki sem notuð voru við mælingar: Vægismælir Tæknideildar, smíðaðurhjádeildinni meðsendi frá Astech Electronics. Snúningshraðamælir, smíð- aður hjá Tæknideild, sem mælir skrúfuhraða. Til mælinga á olíunotkun aðal- vélar var notaður rennslisrn3elir deildarinnar, sem er frá Bopp & Reuther, gerð 0 11 Ag, búim1 Ijóstöluaflestri. Til mælingaáolíunotkundæljJ' vélar var notaður rennslisms6'1 deildarinnar, sem er frá Brooks Instrument b.v., af gerð LS 2122- búinn sírita. Við ákvörðun toghraða var notaður vegmælir skipsins, sem erfrá JRC af gerð JLN 203. Sjóflæði og sjóþrýstingur var mælt með sérstökum mæl11111' sem lesið er af í brú, búnum föstum nemum sem komið er fyrir á sjo- þrýstigrein í vélarúmi. Jafnframt voru ýmsir íast,r mælar um borð notaðir viðskran- ingu. Meðhöndlun barka Sérstakar tímamælingar torU fram á meðhöndlun barka, Þ-e' setning og taka. Niðurstöður mælinga koma fram í töflu I. Mynd 14. CunnarJensen skipstjóri fylgistmeð mælitækjum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.