Ægir - 01.08.1987, Blaðsíða 20
460
ÆGIR
8/87
Vinduafköst
Mælingar á aðgerðinni „virk
hífing" höfðu þann tilgang að fá
sem gleggstar upplýsingar um
afkastaferil vindu og tilheyrandi
aflkerfis.
Ef litið er á seinni mælingar eru
helstu niðurstöður (meðaltöl) að
finna í töflu V.
Nær undantekningarlaust hífði
vindan á meiri hraðanum í seinni
mælingum. Með hliðsjón af mæl-
ingum á þrýstingi og samanburði
við átaksmælingu sem gerð var á
vindu, fæst að mesta víraátak
hefur verið um 5.8 t. Aukning í
olíunotkun, við það að vindan
kemur inn, er hlutfallslega lítil og
verður vart skýrð á annan hátt en
þann að eyðslustuðull verði mun
hagstæðari við umrætt viðbót-
arálag.
Aörar niðurstöður
Ekki hefur verið komið inn á
niðurstöður er snerta afla, svo og
ýmsa þætti viðvíkjandi beitingu
plógs, þ.e. stilling á tönn og fest-
ing á tógi. Það kemur í hlut ann-
arrar að gera grein fyrir veiði-
svæðum og atlabrögðum. Þó má
nefna það hér að í fyrri
mælingum (á Breiðafirði) varekki
óalgengt að plógur væri um 3/t-
fullur (um 3m3) eftir 4ra mínúta
tog og magn af kúskel á bilinu
500-1000 kg. Rétt er að geta þess
að oft er talsvert af leir og grjóti
sem kemur upp með plógnum. í
seinni mælingum var árangur Ift-
ill sem enginn, þó fengust 700 kg
af öðuskel í einu togi.
Ýmsar stillingar voru reyndar á
tönn og tógi, en ekki ástæða til að
gera því frekari skil.
Árangur, reynsla o.fl.
Tilraunaveiðar hófust í mars
s.l., eins og áður hefur komið
fram, en þessar tilraunaveiðar
hafa verið í samvinnu útgerðar
skipsins, Rækjuness h.f., annars
Tafla V: Vinduafköst
Snúningshraði dælu 1723 sn/mín
Vökvaflæði ...................................... 210 l/mín
Dæluþrýstingur (hærra þrep) 100-200 bar
Snúningshraði mótors (hærra þrep) 23.1 sn/mm
Víralengd í virkri hífingu 68 faðmar
Meðalátaksþvermál 650 mm
Meðalhífingahraði 47.2 m/mí'1
Aukning í olíunotkun 8.2 l/klst
Mynd 17. Hífingavinda.
Mynd 18. Kúskel.
J