Ægir - 01.08.1987, Blaðsíða 34
474
ÆGIR
8/87
unarríkja eru oft flokkuð sem hér
segir:
1. Eiginleg þróunaraðstoð, sem
miðarað varanlegum breyting-
um til batnaðar.
2. Neyðarhjálp, þ.e. matargjafir
í hungursneyð, aðhlynning
slasaðra og sjúkra við náttúru-
hamfarir, flóttamannaaðstoð
o.fl.
3. Viðskiptastuðningur til efl-
ingar á innflutningi frá þróun-
arlöndum og verkefnaútflutn-
ingi frá þróuðum ríkjum til
þróunarríkja.
Síðasta atriðið telst að jafnaði
ekki til þróunaraðstoðar, og það
sem talið er upp í lið nr. 2 hefur
yfirleitt ekki verið talið í verka-
hring ÞSSÍ.
Ennfremur er þróunarsam-
vinnu skipt í marghliða (multi-
lateral) aðstoð, sem er einkum
fólgin í framlögum til stofnana
Sameinuðu þjóðanna og tvíhliða
(bilateral) aðstoð, sem er aðstoð,
sem veitt er beint með samkomu-
lagi milli stjórnvalda þróaðs ríkis
eða ríkja í samvinnu annars vegar
og þróunarríkis hins vegar.
Dæmi um þróunarsamvinnu
sem miðar að því, að hjálpa fólki
til sjálfsbjargar með því að miðla
þekkingu og kunnáttu sem nýtist
við aðstæður á hverjum stað,
samvinnu sem stuðlar að varan-
legum framförum í þróunarlandi,
eru þau fiskveiðiverkefni sem
ÞSSÍ hefur staðið fyrir á Græn-
höfðaeyjum.
Fyrri verkefnin
Rammasamningur að þróunar-
samvinnu á sviði fiskveiða milli
íslands og Grænhöfðaeyja var
fyrst undirritaður 20. mars 1980.
Hann hefur síðan tvisvar verið
endurnýjaður í tvíhliða við-
ræðum ríkisstjórna landanna og
gildir nú til 1990. Markmiðið var
og er að ákvarda stærð og veiði-
möguieika fiskstofna við strendur
Grænhöfðaeyja og leggja á ráðin
um skynsamiega nýtingu þeirra í
þágu heimamanna.
Fyrstu tvö árin, sem sumir hafa
kallað „Bjartstímabilið" var fyrst
og fremst reynt að veiða uppsjáv-
arfisk („hrossamakríl", brynstyrtlu)
í hringnót. Sú fyrirætlun mistókst
að verulegu leyti. Of lítið fannst
af fiski, skipið „Bjartur" reyndisj
ekki sem skyldi og hentaði illa 11
annars en nótaveiða. N iöL,r/
staðan varð sú, að huga þYrttj
betur að botnlægum fiski og
þess þyrfti sérstaklega hanna
skip.
Því var fjölveiðiskipið Fengnr
Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri meö hásetum á Fengásamt sýnishornum
afafl*■
Fengur fánum skreyttur.