Ægir - 01.08.1987, Qupperneq 35
8/87
ÆGIR
475
^n,iskveidar að hefðbundnum hætti.
JH'öaö fyrir Þróunarsamvinnu-
^ofnun íslands og var það við
^.nr>sóknir og tilraunaveiðar við
ra3nhöfðaeyjar frá því snemma
1984 til ágúst 1986.
^sörndum þætti verkefnisins
sar t>á talið lokið og skipið og
affsrnenn ÞSSÍ kvatt heim.
u ^sar mjög athyglisverðar nið-
fak't^Ur fengist, e>ns °8
'u er í skýrslu um verkefnið
sem út kom snemma á þessu ári.
Meðal þess helsta má nefna:
- Veiðitilraunir og rannsóknir
hafasýnt, að þó nokkuðertil af
þýðingarmiklum botnfiskteg-
undum sem lítið hafa verið
nýttar.
- Þessar tegundir hafa verið
veiddar í tilraunaskyni bæði í
botnvörpu og á handfæri með
nokkuð góðum árangri.
- Gerð hafa verið tvö fiskikort af
bestu miðunum.
- Komið hefur verið á fót vísi að
fiskirannsóknastofu og starfs-
kraftur þjálfaður.
- Síðast en ekki síst hafa fiski-
menn Grænhöfðaeyja reynst
námfúsir og fljótir að tileinka
sér vinnubrögð um borð í
nútíma fiskiskipi.
- Fengur hefur reynst vel og
vakið tiltrú heimamanna.
Meðal íbúa Grænhöfðaeyja
eru góðir sjómenn og þeir hafa
reynst ágætir samstarfsaðilar.
Öllum ber saman um að mjög ör
framþróun hafi orðið á eyjunum
síðustu árin. íslendingar sem
starfað hafa á eyjunum, en þeir
eru nú orðnir á annan tug, flestir
á vegum ÞSSÍ, hafa séð flota eyja-
skeggja stækka og tæknivæðast.
Heimamenn hafa tileinkað sér
ýmsar nýjungar í sjávarútvegi,
m.a. frá íslendingum, en aflinn
hefur lítið aukist og útflutningur
næstum ekkert. Þess vegna er nú
meiningin að fylgja eftir fyrri
niðurstöðum með nýju verkefni
sem hefst í nóvember n.k. þegar
Fengur fer aftur suður.
Veiöar, vinnsla
og útflutningur
á botnfiski 1987-'89
Túnfiskur hefur frá alda öðli
verið uppistaðan í útflutningi frá
Grænhöfðaeyjum. Lifandi humar
hefur í seinni tíð verið fluttur með
flugi til Evrópu. En botnfiskteg-
undir hafa bæði lítið verið
veiddar og ekkert fluttar út, þó að
líkur bendi til að nokkur þúsund
tonn séu veiðanleg í kring um
eyjarnar. Þessu viljum viðbreyta.
Botnfiskveidiverkefniö eins og
við höfum kallað það er þó
nokkuð viðamikið og samsett úr
nokkrum undirþáttum.
Megininntak verkefnisins er að
veiða botnlægar fisktegundir og
frysta og flytja aflann út jafnóðum