Ægir - 01.08.1987, Qupperneq 42
482
ÆGIR
8/87
Yfirlitsteikning af athafnasvædi.
Maður dreginn um borð í „Markúsi".
tíma sem skólinn hefur starfað er
Ijóst að ef fullnægja á þörfinni
fyrir kennslu og þjálfun fyrir
sjómenn, þarf að gera miklu
betur. Skapa verður Slysavarna-
skólanum þá aðstöðu sem til þarf
og fjölga leiðbeinendum svo
hann geti sinnt sínu verkefni
betur en nú er. Slysavarnafélag
íslands, samtök sjómanna, opin-
berir aðilar og aðrir þeir sem
málið snertir þurfa að snúa
bökum saman í þessu máli.
Byggja þarf upp aðstöðu á landi
við sjó, þar sem hægt er að þjálfa
sjómenn við sem raunveruleg-
astar aðstæður í baráttu við eld, í
reykköfun og öllu því sem sjó-
menn geta átt von á ef neyðar-
ástand skapast um borð í skipum
þeirra. Eins þarf að vera aðstaða
til þjálfunar í meðferð allra þeirra
björgunartækja, sem til eru um
borð í skipum. Því nær sem kom-
ist verður raunveruleikanum við
þjálfun, því betra. Sem dærni um
þörfina fyrir þjálfun og kennslu er
að Siglingamálastofnun er að
vinna að því að koma í öll skip
neyðaráætlun sem áhöfnun skip-
anna er ætlað að vinna eftir ef
neyðarástand skapast. Slík neyð-
aráætlun gerir ráð fyrir að yfir-
menn skipa stjórni aðgerðum. Til
þess að slík stjórnun aðgerða tak-
ist vel þurfa yfirmenn skipa að fá
til þess sérstaka þjálfun.
Þeir aðilar sem sinna öryggis-
gæslu og neyðaraðstoð á og við
strendur landsins, þ.e. SVFÍ,
slökkvilið, lögregla, Landhelgis-
gæslan, Almannavarnir ríkisins,
björgunarsveitir o.fl., hafa í raun
enga þjálfunaraðstöðu sem nefna
má því nafni. Það væri Þv'r
ástæða til að allir þessir aoi ,
reyndu að ná saman og hnn ‘
framkvæmd byggingu sameig
legrar aðstöðu, sem allír ÞeS
aðilar gætu nýtt sér. gr
Framtíð Slysavarnaskólans
að mörgu leyti óviss. Kernur
aðallega til óvissa um fjárma§n
reksturs og uppbygg"1^
skólans. Fé til skólans kemur
ríkissjóði og fer eftir fjárveitm ^
frá Alþingi hverju sinni- ®
fyrirkomulaggerirþaðaðver
að stjórnendur skólans geta e^
skipulagt starfið nema til s^a^iag
tíma í einu. Slysavarna e^
íslands hefur aftur á móti k°s^
uppbyggingu og rekstur skips L
af miklum myndarskap og
sýni, en til framtíðar þarí
fjármagn til að reka skip'
bjart'