Ægir - 01.08.1987, Blaðsíða 60
500
ÆGIR
8/8“
NÝ FISKISKIP
Gissur ÁR 6
Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars
s.l., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s
Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37.
Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega
búið til rækjuveiða með frystingu um borð.
Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíða-
stöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Sllppstöðvarinnar
h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun
og raðsmíði fiskiskipa ", sem Félag Dráttarbrauta og
Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81. Hafn-
arey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f., var fyrsta
sklpið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíða-
verkefni stærstu stöðvanna, afhent í mars '83,
Oddeyrin EA (afhent ídes. '86) varannað skipið, og
Nökkvi HU (afhentur í febr. '87) hið þriðja íröðinni,
en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni
h.f.
Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteiknHU
og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri (stH
lengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, ^a na!
SU. Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaðt
því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, s
einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.
Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshöfn,
aðaleigendur þess eru Unnþór Halldórsson
Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skip'nU ■
Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri jón r
Gunnsteinsson.
Almenn lýsing: y1
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt regiu'11 ^
undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. 5k|P
er tveggja þilfara með perustefni, gafllaga skut, s^
rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta
þilfars og brú aftantil á hvalbaksþiIfari. , ,
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með f|°r |.^
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúrn, ^
framan frá: Stafnhylki fyrir brennsluolíu; háge> ^
fyrir brennsluolíu ásamt keðjukössum; fiskilest n"1^
botngeymum fyrirferskvatn (framantil) og brenn ^
olíu (aftantil); vélarúm með frystivélarými he{]' '
vélgæsluklefa s.b.-megin og síðugeynium V
GissurÁR 6 á siglingu. Ljósmynd: Snorri Snorrason