Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1991, Page 15

Ægir - 01.03.1991, Page 15
3/91 ÆGIR 123 stöðug undanfarin ár, þetta -.500-3.000 tonn á ári. Allar upplýsingar sem borist hafa frá Peim nú nýlega benda til þess að ún verði ekki minni á komandi ari. ^igería Framleiðsla á skreið fyrir Pennan áður mikilvæga markað er ne næstum engin, nema á þurrkuð- Urn hausum. hó að efnahagsástandið í Nig- er'u hafi batnað mikið að undan- 0rnu, þýðir það ekki að efna- I a8ur almennings hafi mikið reyst. Allur innflutningur er mjög ýr vegna þess hve Nairan (gjald- m'ðill Nigeríu) hefur fallið, inn- ^ utningstollar háir og stjórnvöld reVna að gera innflytjendum allt e,ns erfitt fyrir og þeir mögulega §eta, en þó án þess að setja inn- utningsbönn. Allt er þetta gert til a sPara gjaldeyri og til að auka 'nnanlandsframleiðsluna. Nigeríu- ''----------------------------- menn hafa því enga möguleika á að kaupa fisk á því háa verði sem hægt er að fá í Evrópu, og hefur því framleiðsla á skreið fyrir þá nær alveg lagst af. Þessi áður mikilvægi markaður, sem keypti 400 þúsund pakka árið 1981, fékk nú aðeins 11 þúsund pakka. í staðinn hafa þeir aukið kaup á hertum hausum og varð enn tals- verð aukning á þeirri franileiðslu eða um 25% frá árinu á undan. Framleiðslan hefði orðið enn meiri ef ekki hefði komið til að bannað var að flytja inn fiskafurðir í ársbyrjun og var því ekki aflétt fyrr en kom fram í mars. Var þvf- svo til ekkert hengt upp hér í jan.- febr. því menn vissu ekki hve lengi bannið mundi standa. Þrátt fyrir að afskipanir hæfust ekki að ráði fyrr en komið var fram í apríl voru hausarnir að mestu búnir þegar kom fram í nóvember, og hefur verið stanslaus eftirspurn eftir þeim undanfarið. Þrátt fyrir þessa miklu eftirspurn hefur verð ekki hækkað að ráði, aðeins hefur tekist að ná aftur því verði sem fékkst fyrir 3-4 árum og ekki er búist við að það hækki miklu meira á næstunni. En það er líka mikils virði að geta afskipað hausunum næstum jafnóðum og þeir eru tilbúnir til útflutnings. Birgðir skreiðar og hausa í árslok Eins og áður kom fram voru óseldir 2.000-4.000 pakkar af Ítalíuskreið frá árinu 1989 og um það bil 1.000—2.000 pakkar frá árinu 1990. Svo til ekkert var til af Nigeríu- skreið og aðeins hausar sem ekki voru fullþurrir, en sú framleiðsla er í lágmarki á þessum árstíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- lags skreiðaríramleiðenda. Utgerðarmenn og skipstjórar - -:,p' : •,.if4:>4,r2X'4t* Dráttarbraut fyrir allt aö 450 þungatonn. Pantið pláss tímanlega. Botnhreinsun og málun. Oll almenn viðhaldsvinna ásamt smíði yfirbygginga og innréttinga. Leitið upplýsinga og tilboða. Skipasmíðastöðin Dröfn h/f Strandgata 75, 220 Hafnarfirði. Símar: 50393 - 50483

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.