Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Síða 41

Ægir - 01.03.1991, Síða 41
3/91 ÆGIR 149 ®ngan liðsauka. Ýsuaflinn náði ámarki 1927 og fór síðan minnk- andi ar frá ári, en veiði á kola var n^est fyrsta árið, sem þessar s ýrslur ná til, en minnkaði síðan ert og 1932 var afli af þeirri fisk- egund aðeins liðlega helmingur Þess sem hann var 1924. Sú saga, sem lesa má úr þessum s ýrslum og aflatölum, er athygl- •sverð, svo ekki sé fastar að orði veðið. Við upphaf tímabilsins ,.a.| sókn á miðin verið fremur 'ú upn fjögurra til fimm ára skeið. stand fiskstofnanna virðist því , afa verið fremur gott og þegar er- endir veiðiflotar tóku aftur að S|ga á íslandsmið, beið þeirra §naegð fisks og aflinn jókst í sam- r®mi við aukna sókn. Sóknar- au n'ngin var hins vegar of mikil ng of hröð og þegar kom fram um 26-1927 var sóknin orðin of 1111 'I- Þá tók aflinn á sóknarein- jngu að minnka, þótt heildaraflinn eci hins vegar áfram að aukast enn um hríð. Svo sem þegar hefur komið rarn, eigum við hægast með að i ®a s°kn Breta þar sem þeir r|e u betri skýrslur en aðrir. Þar e er þó ekki sagt að þeir hafi 'n'r aukið sókn sína á miðin á e«una. arum og enn síður getum ' Dor'^ þeim það á brýn, að þeir seni einir ábyrgð á hnignun fisk- ° ?anna' Pjóðverjar sendu tugi ár' h3^'nna to§ara a íslandsmið á 1 verju og af tölum um heildar- afla er Ijóst, að þeir juku sókn sína mjög á tímabilinu. Sama máli gegnir um íslendinga sjálfa. Þeir áttu 28 togara árið 1920, 41 árið 1930 og 35 árið 1940. Öðrum veiðiskipum í eigu landsmanna fjölgaði einnig mikið á þessum árum. Línuveiðarar voru t.d. að- eins 2 1920, 35 1935, en 23 1940. Vélbátum, stórum sem smáum, fjölgaði úr 475 1920 í 1.109 1940.* 3 * 5 6 * 8 Allt hlaut þetta að þýða aukna sókn og skiptir þá litlu máli þótt útgerð árabáta hafi dreg- ist mikið saman og seglskipaút- gerð lagst niður. Af því, sem sagt hefur verið hér að framan virðist mega draga þá ályktun, að fiskstofnarnir á ís- landsmiðum hafi verið ofnýttir þegar um miðbik 3. áratugarins og vaknar þá sú spurning, hve mikla veiði þoldu stofnarnir á þessum árum? Pví er ekki auðvelt að svara, síst af öllu fyrir leikmann í fiskifræðum, en eins og þegar hefur komið fram, jókst meðalárs- aflinn á hverju fimm ára tímabili, uns hann náði hámarki á árunum 1929-1933 og var þá 612.000 tonn. Á næstu fimm árum, 1934- 1938, var meðalafli hins vegar „aðeins" 508.000 tonn og var þó miklu lakari síðustu tvö árin en þau næstu á undan. Ef til vill geta þessar tölur gefið okkur nokkra vísbendingu um hvert þol stofn- anna var og ber þá þess að gæta, að á þessum árum var ekki um að ræða neins konar friðunaraðgerðir og togarar áttu greiðan aðgang að mörgum helstu uppeldisstöðvum fisksins. Enginn vafi getur leikið á því að a.m.k. ýsu- og kolastofnarnir voru ofnýttir þegar um 1927 og síðustu þrjú eða fjögur ár tímabilsins virð- ist einnig hafa verið tekið að bera á ofveiði úr þorskstofninum. Hversu hættuleg sú ofveiði var skal ósagt látið, en sýnt er að illa hefði getað farið, hefði „blessað stríðið" ekki komið til liðs við þorskinn. Heimildir: Bulletin Statistique 1919-1938. Kh. 1919-1938. Fisheries Statistical Tables 1919-1938. London (HMSO) 1919-1938. Fiskiskýrslur og hlunninda 1920-1940. Rvk. 1920-1940. Jón Jónsson: Hafrannsóknir við ísland l-ll. Rvk. 1988-1990. Júlíus Havsteen: Landhelgin. Rvk. 1950. Sigfús Jónsson: Sjávarútvegur íslend- inga á 20. öld. Rvk. 1984. Táning, A.V.: Survey of long Distance Migrations of Cod in the North West- ern Atlantic according to Marking Experiments. Rapp. et. Proc.-Verb., Vol. 89,3. Kh. 1934. Höfundur er sagnfræðingur. , ergar heimstyrjöldin síðari braust út haustið 1939 hættu breskir togarar að mestu veiðum á [slandsmiðum og tölur um afla þeirra 3 Bu||U a"a manu6i þess árs eru ekki tiltækar. 3 Sbr ^1'11 Statist'9ue 1919-1938; Fiskiskýrslur og hlunninda 1923-1925. ■> R,,,j °n )ónsson (1990): Hafrannsóknir við íslands II, 113. 5 y etln Statistique 1919-1923. anc 8°ngur Þ°rskseiða frá íslandi til Crænlands og kynþroska þorsks frá Grænlandi til íslands, sjá: Á.V. Táning: Survey of long Dist- SbCe|MÍ8rati°ns of Cod in the North Western Atlantic according to Marking Experiments. Rapp. et Proc.-Verb. Vol. 89,3. Kh. 1934. 6 BuM rn i°nsson (1988): Hafrannsónir við ísland I, 261-264. Sbr I'n Statist'9ue, töflur um fiskverð í einstökum aðildarlöndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. 8 Fisk’ t-ÍUS Havsteen (1950): Landhelgin, 22-25. 'skyrslur og hlunninda 1920-1940.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.