Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1991, Page 10

Ægir - 01.05.1991, Page 10
234 ÆGIR 5/9' Viröismat aflafengs Á línuritunum við hliðina ersýnd þróun aflaverðmætis í þorskígild- um, SDR og dollurum. Þorskígildin eru einskonar staðvirðing þess afla sem úr sjó er dreginn. Heildarafl- inn er veginn til ígildis hans í þorski og er miðað við innbyrðis verðhlut- föll tegunda ár hvert. Á þennan mælikvarða mælist heildarat'li síð- asta árs tæplega 783 þúsund þorsk- ígildistonn. Mestur var aflinn í þorskígildum árið 1987, rúmlega 843 þúsund tonn. Virði aflans árið 1989, í þorskígildum, var rétt lið- lega 799 þúsund tonn. Árið 1990 var sjötta besta aflaár íslendinga í þorskígildum. Rétt er að ítreka að mælingar aflans til raunverðmæta, til að ná samanburði milli ára, verður aldrei nákvæmur. T.a.m. er þorskígildiskvarðinn ekki fullkom- inn fremur en aðrir mælikvarðar og verðhækkun botnfisks, eins og á árinu 1990, hefur mikil áhrif á útkomuna. T.d. veldur hlutt'allsleg hækkun verðs á þorski á árinu 1990, lækkun aflaverðmæta í þorskígildum. Eins er farið með t'yrsta árið sem sýnt er á línuritinu, árið 1965, að lágt verð á þorski og mjög hátt verð á síld það ár, ýkir aflaverðmæti ársins. Árið 1990 einkenndist af miklum verðhækkunum á botnfiski og er vafalítið, ef miðað er við heildina, að afkoma sjómanna og útgerðar hefur ekki í annan tíma verið betri. Aflaverðmæti síðasta árs f dollurum nam 817 milljónum á móti 653 milljónum á árinu 1989, eða hækkun milli ára um 25%. Áður hafði aflaverðmætið náð hæst í dollurum árið 1988, þegar virði afl- ans var 713 milljónir dollara. Hafa ber í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að dollarinn féll nokkuð í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum á árinu 1990. Ef aflaverðmætin eru hinsvegar færð á meðalgengi SDR, þá kemur í Ijós að hækkun afla- verðmæta milli ára er minni, eða 18%. Alls seldi útgerðin afla fyrir 602 milljónir SDR 1990, á móti 510 milljónum SDR fyrir afla ársins 1989. Til gamans má geta þess að hækkun aflaverðmæta ídollurum á tímabilinu 1968-1990 var u.þ.b.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.