Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1991, Side 18

Ægir - 01.05.1991, Side 18
242 ÆGIR 5/91 Útflutningur sjávarafurda Útflutningur sjávarafurða ársins 1990 var 4.5% minni að magni, en árið áður. Alls nam útflutning- urinn rúmlega 623 þúsund tonn- um á móti liðlega 652 þúsund tonnum á árinu 1989. Mestur var sjávarafurðaútflutningurinn árið 1986, þegar flutt voru út 718.727 tonn af sjávarfangi, en árið 1990 var sjötta í röðinni að magni frá upphafi. Birgðir sjávarafurða minnkuðu annað árið í röð og voru birgðir, taldar á nafnverði, tveim millj- örðum króna minni um síðustu áramót en ári áður, eða um þriðj- ungi minni. Meðalverð hækkaði um 16.5% á árinu, mælt í SDR, og hafa því birgðir minnkað um tals- vert meira en nemur þriðjungi í upphafi árs 1990. Ekki búa allir framleiðendur sjávarafurða við umframeftirspurn. Á því er t.d. ein mikilvæg undantekning, en eins og flestum er kunnugt varð um- talsverð lækkun verðs á rækju, vegna aukins framboðs annarra, sem leiddi til nokkurrar birgða- söfnunar á þessari tegund sjáv- arafurða. Verð margra tegunda útfluttra sjávarafurða hækkaði mikið á árinu 1990 og var meðalhækkun milli ára tæp 11 % mælt í SDR. Ef litið er framhjá breyttri fram- leiðslusamsetningu, þá kemur í Ijós að verðhækkun á útflutt kíló sjávarafurða var u.þ.b. 18% í erlendri mynt. Jókst því verðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu 1990 um 11.4% í erlendri mynt frá fyrra ári, þrátt fyrir 4.5% minna magn. Verðmæti útfluttra sjávarafurða 1990 var 1.242 milljónir dollarar, sem er hækkun í dollurum um tæp 22% frá árinu áður. Mælt í SDR nam útflutningurinn rúmum 915 milljónum, en var liðlega 797 milljónir SDR á árinu 1989. Áður hafði útflutningurinn, mældur á þessa mælikvarða, verið mestur árið 1987, 1073 milljónir dollara og 838 milljónir SDR eininga. Á næstu þlaðsíðum er rakin þróun útflutningsverðmæta í töl- um og línuritum. Grunnur þessara upplýsinga er fenginn frá Hagstofu íslands og er rétt að vekja athygli lesenda á því að samtölum Hag- stofunnar um útflutning einstakra atvinnugreina ber ekki fullkom- lega saman við þær tölur sem fara hér á eftir. Stafar mismunurinn fyrst og fremst af annarri flokkun útflutningsafurða hjá Fiskifélag- inu, en Hagstofunni. T.a.m. eru niðursoðnar sjávarafurðir taldar hjá Fiskifélaginu meðal annarra útfluttra sjávarafurða, en Hag- stofan flokkar útfluttar niðursuðu- vörur meðal iðnvarnings. Sarna gildir um nýjan flokk sem Hag' stofan tók upp á síðasta ári, en þa^ er fiskfóður, sem áður var talio með annarri fiskmjölsframleiðslU/ en er nú flokkað hjá Hagstofunm meðal útflutts iðnvarnings. Línuritið hér á síðunni 5ýn|r þróun útflutningsverðmæta a tímabilinu 1979-1990, mælt 1 dollurum og SDR. ÚtflutningS' verðmætin hafa aukist um rú'11 107% mæld í dollurum á þessU tímabili. Mælt í SDR er hækkunin aðeins minni, eða liðlega 97 ° hækkun. Þetta línurit gefur a sjálfsögðu ekki kórrétta mynd 3 þróun raunverðmæta útfl uttra sjávarafurða. Mismunandi geng'5 þróun gjaldmiðla og þróun inn flutningsverðs ræður miklu upl kaupmátt þess gjaldeyris sem sjav arútvegurinn skapar þjóðinni- 1 Vísitölur útflutningsverömætis (1979 = 100) 250 200 150 100 - 50 0 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 I Dollarar j SDR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.