Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 32
476 ÆGIR 9/9' Agnar Ingólfsson: Líffræðiskor Háskóla íslands og sjávarútvegurinn Kennsla í líffræði við Háskóla íslands hófst haustið 1969 og fyrstu líffræðingar með B.S. próf útskrifuðust 1972. Tilgangur kennslunnar var að útskrifa almenna líffræðinga án mikillar sérhæfingar, sem m.a. væru hæfir til þess að sinna kennslu á ýmsum skólastigum en einnig vel undir það búnir að stunda framhalds- nám erlendis í einhverri sérgrein líffræðinnar. Þessi markmið hafa lítið breyst. Þó var fljótlega ákveðið að bæta við B.S. námið svokölluðu fjórða ári, þar sem nemum gafst kostur á að sérhæfa sig dálítið og kynnast rannsóknar- störfum af eigin raun með töku árs rannsóknarverket'nis. Þetta leiddi þó ekki til sérstakrar námsgráðu. Frá árinu 1989 hefur verið boðið upp á tveggja ára meistaranám, sem sett er saman úr námskeiðum á ákveðnu sérsviði og allviða- miklu rannsóknarverkefni. Enn hefur enginn líffræðinemi lokið M.S. prófi, en sex nemar leggja nú stund á meistaranám. Ekki virðast miklar líkur á því að næsta skref verði stigið í náinni framtíð, þ.e. að tekið verði upp doktorsnám í sérgreinum líffræðinnar. Vissulega gæti slíkt nám hérlendis auð- veldað ýmsum að Ijúka doktorsp- rófi og þetta gæti orðið tíma- bundin lyftistöng tiltekinna rann- sókna. Á móti kæmi hins vegar, að þá kynni að draga mjög ur framhaldsnámi íslenskra líf- fræðinga erlendis, en engum blandast hugur um hversu gífur- lega mikilvægt það er, að íslenskir vísindamenn hafi numið fræðin sín vítt og breitt um heiminn. Hætta á einangrun og stöðnun er af þeim sökum vart fyrir hendi, þótt þjóðfélagið sé smátt. Málið horfði auðvitað allt öðru vísi við væru Islendingar fimmtíu- eða hundraðfalt fleiri. Eins og eðlilegt verður að teljast hefur líffræðiskor frá upphafi gert greinum líffræðinnar sem tengjast sjónum hátt undir höfði án þess þó að vanrækja aðrar greinar. Auk skyldunámskeiða, t.d. ídýrafræði, grasafræði og vistfræði, þar sem mikið er fjallað um lífríki sjávar, hefur verið boðið upp á allmörg valnámskeið, sem taka einkum til sjávarins. Um er að ræða nám- skeið í fiskifræði, fiskaIífeðlis- fræði, sjávarvistfræði, þörungum og sjávarhryggleysingjum. í sum- um öðrum námskeiðum, svo sem í málstofu í vistfræði og í nám- skeiðum í umhverfisfræðum, hryggdýrum og samanburðarlíf- eðlisfræði eru mál tengd sjónum að sjálfsögðu ofarlega á baugi. Fastir kennarar líffræðiskorar hafa annast þessa kennslu að hluta, en þeir hafa einnig fengið til liðs við sig sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar. Fiskifræðinámskeiðið og námskeiðið um þörunga hafa t.d. alfarið verið í höndum þeirra undanfarið. Hefur samvinna há- skólans og Hafrannsóknastofn- unar verið að þessu leyti með ágætum. Verður að segja að líf- fræðiskor sé vel í sveit sett að hafa aðgang að því mikla úrvali sjáva' líffræðinga, sem starfará Hafra"11 sóknastofnun. Þessi samvinn" hefur einnig náð til fjórða ar' námsins, því allmargir nemar j þvl námi hafa stundað rannsóknir sínar undir handleiðslu sérfræ inga stofnunarinnar. , Að sjálfsögðu hafa margii ' fræðingar, sem útskrifast hafa r Háskóla íslands, haldið utan *' framhaldsnáms í sjávarlíffr^ ' greinum, t.d. í fiskifræði, ba? austan hafs og vestan. Nok rl^ þeirra starfa nú við háskólann n' fleiri hafa fundið sinn starfsvet' vang á HafrannsóknastofnLiiv Nokkrir til viðbótar hafa í’ll starfi við stofnunina að áhuga á Mdi11 viu siuiiw- . loknu framhaldsnámi, en hún e séð sér fært að nýta starfskra ^ þeirra. Við lauslega skoðun á se^ fræðinga- og rannsóknarmann liði stofnunarinnar kemur í lj°5 , um 20, eða fast að helmingur ^ fræðinga sem þar starfa, ^ hlotið grunnmenntun sína mestu eða öllu leyti við Iftfrae skor háskólans. Þetta hlutfall er ^ sjálfsögðu mun hærra ef aðe'n- (.| litið til þeirra, sem komið ha a ^ starfa við Hafrannsóknasto eftir að líffræðiskor hóf að u*5 r líffræðinga árið 1972. Til vi .f sakar ekki að geta þess að n° o)-n. af sérfræðingum Rannsókþ.35 unar fiskiðnaðarins hafa ,• •x l íttraeo' grunnmenntun sina vio " , skor, þar á meðal forstöðum3 ^ inn. Allnokkrir að auki s*art‘1, sett fiskeldi. Líffræðiskor hefur þs'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.