Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 20
464 ÆGIR 9/9' Markaðsmál • Markaðsmál • Markaðsmál Norsk markaðskönnun í Bandaríkjunum í 7. tölublaði Ægis var birt grein um norska markaðskönnun í Bandaríkjunum. Markaðskönn- unin var til þess gerð að kanna stöðu norskra sjávarafurða í samanburði við sjávarafurðir helstu samkeppnisaðilanna. Ný- verið birtust í norska blaðinu Fisk- ets Gang viðbótarniðurstöður þessarar markaðskönnunar og verða helstu atriðin rakin í þessum pistli. Cæði botnfiskafurða á Bandaríkjamarkaði Á línuriti 1, eru sett fram svör þeirra'sem könnunin beindist að við spurningu um gæði botnfisk- afurða frá helstu framleiðslu- löndunum. Rétt er að geta þess hér að könnunin var gerð meðal aðila sem ættu að þekkja gjörla þær vörur sem hér er um að ræða. Þátttakendur í skoðanakönnuninni voru aðilar sem standa að heild- söludreifingu sjávarafurða á mörkuðum vestan hafs og veit- ingamenn sem bjóða gestum sínum sjávarafurðir af einu og öðru tagi. Niðurstaða könnunar meðal þessara aðila á gæðum framboðinna botnfiskafurða á Bandaríkjamarkaði eru íslenskum afurðum afgerandi í vil. Tæplega 40% svöruðu að íslenskar sjávar- afurðir væru fremstar að því er varðar gæði framleiðslunnar. Vert er að hafa í huga að fram- boð af botnfiskafurðum frá Kan- ada og Bandaríkjunum er mun meira en frá íslandi og ætti sú staðreynd að stuðla að meiri svörun þeim til handa. Enda fór svo að norsku aðilarnir sem að könnuninni stóðu voru ekki ánægðir með hlut sinnar þjóðar og reiknuðu út hver hefði verið tíðni svara um mestu gæði, þegar í hlut áttu aðilar sem vitað var að keyptu norskar botnfiskafurðir í einhverju magni. Enn var niðurstaðan ís- lenskum botnfiskafurðum í vil. Útkoman með þessari aðferð var eftirfarandi: Tafla 1. Hvaða land framleiðir botnfiskafurðir með mestum gæðum? Land hlutfall 1. ísland 37,2 % 2. Noregur 25,0 % 3. Kanada 20,5 % 4. Danmörk 8,3 % 5. Bandaríkin 5,1 % Ekki verður annað sagt ulTI þessar niðurstöður en að þ®r seU afgerandi og séu mikil viðurken" ing til handa íslenskri fiskvinns u og þeim sem að sölu- og markaðs málum standa. Þess verður þo a geta hér að vafalaust er ekki ein ungis um bein vinnslugseði a ræða, en vissulega vega Þ‘1Ll þyngst. Inni í gæðamál spila *^eirl þættir og má þar nefna að hug5311. lega er um að ræða grunngæð'-e\ svo má segja, þ.e.a.s. að fi5hur íslandsmiðum sé einfaldlega he en fiskur af miðum helstu kepP^ nauta okkar. Einnig vegur annU þungt, en það er gæði umbu anna. M.a. er þeim sem þetta rl minnisstætt frá árinu 1985, Þe8a hann vann við flutninga á frystu fiski frá Kanada og íslandi Bandaríkjanna, hve mjög Kana menn reyndu að líkja eftir ls[e.n^ ingum í gerð umbúða og með'e Línurit 1. Hvaða land framleiðir botnfiskafurðir með mestum gæðum? Prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.