Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 16
460 ÆGIR 9/9' en fór síðan lækkandi og var komin á svipað stig 1987 og hún var árið 1980. Árið 1988 jókst fjármunaeignin verulega, eða um 11,5%, og var þá rúmir 12,8 millj- arðar króna, á verðlagi 1990. Bráðabirgðatölur fyrir árin 1989 og 1990 gefa til kynna að fjár- munaeign í kaupskipum hafi lækkað umtalsvert á föstu verði og er áætlað að hún hafi verið um 10,7 milljarðar króna árið 1990. Fjármunaeign í kaupskipum sem hlutfall af þjóðarauði atvinnu- veganna hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu tíu árum. Fjármunaeign í kaupskipum sem hlutfall af þjóð- arauði atvinnuveganna var um 4,8% árið 1980 og hélst nokkuð stöðug til ársins 1984/5. Hlutfallið fór síðan verulega lækkandi 1986 og 1987 er það var komið niður í 3,5%. Árið 1988 hækkaði hlut- fallið iítið eitt og bráðabirgðatölur fyrir 1989 og 1990 gera ráð fyrir að þetta hlutfall hafi lækkað enn frekar. (Mynd 5) Til samanburðar við fjármuna- eign í kaupskipum jókst fjármuna- eign (þjóðarauðsmat) í fiskiskipum um 38% á föstu verði frá 1980 til 1989 eða um 3,6% á ári að meðal- tali. Bráðabirgðatölur fyrir árið 1990 gera ráð fyrir að fjármuna- eign hafi eitthvað dregist saman milli áranna 1989 og 1990. Fjár- munaeign í fiskiskipum var um 17,5% af þjóðarauði atvinnuveg- anna árið 1980. Árið 1989 var fjármunaeign í fiskiskipum 49,3 milljarðar króna sem var um 16,8% af þjóðarauði atvinnuveg- anna. Samkvæmt því hefur fram- leiðni fjármagns í fiskiskipum minnkað um 18% frá árinu 1980 til 1989 ef miðað er við vergar þáttatekjur. Rétt er að ítreka fyrir- varann um mat á framleiðslubreyt- ingum á föstu verði í þessum útreikningum. Aflatekjur á föstu verði hafa vaxið hraðar en þátta- tekjur í fiskveiðum á tímabilinu. Framleiðni fjármagns í fiskiskipum hefur því minnkað minna, eða um 4%, ef miðað er við aflatekjur í stað þáttatekna. Lokaorð Af því sem sagt hefur verið hér að framan er Ijóst að hlutdeild kaupskipaútgerðar hefur minnkað nokkuð í þjóðarbúskapnum í heild á undanförnum áratug samkvæmt þeim mælikvörðum sem nefndir voru í upphafi. í fyrsta lagi hefur vinnuaflsnotkun í flutningum á sjó, dregist saman um 23% frá árinu 1980 til 1989, úr því að vera 2% af heildarvinnuaflsnotkun 1980 í 1,3% árið 1989. í öðru lagi hafa vergar þáttatekjur, sem er mæli- kvarði á virðisaukann í greininni, aukist helmingi minna í flutn- ingum á sjó á þessu tíu ára tímabili en í þjóðarbúskapnum í heild, eða um 16% á sama tíma og vergar þáttatekjur alls hækkuðu um 34%. Hlutfall vergra þáttatekna í flutn- ingum á sjó af vergum þáttatekjum í þjóðarbúskapnum í heild lækk- aði úr því að vera 2,5% árið 1980 í 1,8% árið 1989. í þriðja lagi minnkaði fjármunaeign í kaup- skipum á föstu verði um 8% milli áranna 1980 og 1990. Hlutfall kaupskipa í þjóðarauði atvinnu- greina lækkaði úr því að Ner 4,8% árið 1980 í 3,3% árið I9y : Þessar niðurstöður, ásamt Þeir. staðreynd að rauntekjur í gre'11"1' hafa nánast staðið í stað síðustu árin á meðan flutningar hafa aL ist verulega í magni, gefa til aukna nýtingu skipakostsins og^„ raunvirði flutningsgjalda lækkað á tímabilinu. (Mynd _ Þrátt fyrir þá staðreynd að deild flutninga á sjó hafi m‘n,np,-Lir í þjóðarbúskapnum í heild ie átt sér stað nokkur Fram'?ljðni aukning í greininni. Fram j. vinnuafls jókst um tæp 50% m . áranna 1980 og 1989. Frarn|er'ði5- vinnuafls er raunaukning vl ^ aukans í greininni á hvert arsV , Framleiðni fjármagns, bun ' . kaupskipum, jókst um 18, tímabilinu, þrátt fyrir að lækkað um rúm 14% m'H' ‘^l-jjr- 1987 og 1988 vegna mikiHa festinga í kaupskipum Þ3^ , Framleiðni fjármagns, bun ^ kaupskipum, er raunaukning - isaukans í atvinnugreinin'1' hverja fjármagnseiningu. Flöfundur er viðskiptafræð'n8ur starfar á Þjóðhagsstofnun. og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.