Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 60

Ægir - 01.09.1991, Blaðsíða 60
504 ÆGIR 9/9' FRÉTTATILKYNNING Um stööuna í sölumálum Eins og skýrt var frá í síðasta Upp- lýsingabréfi til síldarsaltenda hafa samningaumleitanir um fyrirfram- sölu á saltaðri Suðurlandssíld til hinna ýmsu markaðslanda staðið yfir að undanförnu og standa vonir til þess að unnt verði að ganga frá samkomulagi við sænska og danska síldarkaupendur síðari hluta þessarar viku. Samkomulag hefir þegar tekist í öllum aðal- atriðum við kaupendur í Finnlandi og eru líkur á að þangað takist að selja svipað magn og á sl. ári eða 24-25 þúsund tunnur. Óvæntur dráttur hefur orðið á samningagerð við Pólverja en þess er vænst að staðan á þeim mark- aði skýrist upp úr næstu helgi. Sölutilraunum til rússneska lýð- veldisins er haldið áfram. Við- semjendur þar hafa margsinnis til- kynnt að þeir hafi áhuga á kaupum á miklu magni af saltaðri síld ef verðið yrði svipað og þeim standi til boða að kaupa frá Kanadamönnum og öðrum keppi- nautum okkar á markaðinum. Mikill skortur er á matvælum í landinu en gjaldeyrir af skornum skammti. Að svo stöddu er því of snemmt að spá nokkru um það hvort samningar kunni að takast. FRÉTTATILKYNNING Frá Hafrannsóknastofnun: Nýlega lauk hinurn árlegu rann- sóknum á fjölda og útbreiðslu fisk- seiða í ágústmánuði úti af Vestur-, Norður- og Austurlandi, við Austur Grænland og í Grænlands- hafi. Að þessu sinni voru seiðarann- sóknirnar gerðar á tveimur skipum Hinn íslenski hluti svæðisins var kannaður á r/s Arna Friðrikssyni (leiðangu rsstjóri Sveinn Svein- björnsson) en Austur-Grænlands- svæðið var hins vegar kannað á r/s Bjarna Sæmundssyni (leiðangurs- stjóri Vilhelmína ViIhelmsdóttir). Kannað var allmiklu stærra svæði en venjulega. Bæði var farið norðar en áður úti af Norðurlandi og Vestfjörðum og í þetta sinn náði könnunin við Austur-Græn- land og í Grænlandshafi aftur allt suður á móts við Hvarf. Helstu niðurstöður voru sem hér segir: í ágúst 1991 var sjávarhiti í yfir- borðslögum Grænlandshafs (20 m dýpi) allt að 2 gráðum hærri en s.l. ár. Á 50 m dýpi var hitinn nálægt meðaltali seinustu 3 ára nema næst Austur-Grænlandi þar sem var hlýtt enda enginn hafís á því svæði fremur en annars staðar. Á 100 m dýpi var sjávarhiti nálægt meðallagi í Grænlandshafi. Á Norðurmiðum hafði Atlants- sjór ekki aukist frá í vor og var því undir meðallagi miðað við ágúst s.l. 3 ár. Vegna sólarhitunar var sjávarhiti í efri lögum hins vegar svipaður og undanfarin 3 ár þrátt fyrir þetta og sérstaklega áberandi hár í yfirborðslögum (20 m dýpi) djúpt úti af norðvestanverðu land- inu. Sjávarhiti var í góðu meðallagi fyrir Vestur- og Suðurlandi en vel yfir meðallagi fyrir Austfjörðum. Mjög lítið var af þorskseiðum og hefur fjöldi þeirra ekki mælst jafn lítill í ágústmánuði áður. Helst fundust þorskseiði á grunnslóð norðanlands en annars staðar varð þeirra aðeins vart í mjög smáum stíl. Þau voru einnig heldur smá. Niðurstaðan bendir því til þess að 1991 árgangur þorsks verði hinn sjötti í röð lélegra árganga sem hófst 1986. Um ýsuseiði er svipaða sögu að • x. Þá er rétt að geta þess, að unm er að því að leita eftir viðskipta samböndum í Eistlandi, Lettlan ' og Litháen svo og upplýs'nSunl um síldarmarkaðina þar. f þessun1 löndum var allmikil saltsílda^ neysla meðan þau voru sjálfst milli heimsstyrjaldanna, en Þr fyrir ítrekaðar fyrirspurnir he aldrei tekist að fá upplýsingar 1111 neysluna þar eftir seinni heim^ styrjöldina. Á sjálfstæðisárunun var árleg neysla af saltaðri s' Litháen t.d. talin hafa veri ‘ annað hundrað þúsund tunnur Eistlendingar gerðu út leiðangra síldveiða fyrir Norðurlandi fjórða áratugnum og söltuðu si ina um borð. þau voru fá og fundust aða^ Miður' léleg5 segja. lega úti af vestanverðu urlandi og Vestfjörðum staðan bendir einnig t 1991 árgangs, en í ýsustofninu eru hins vegar tveir góðir árgan& (1989 og 1990) nú í uPPvexU. af Á hinn bóginn var nú loðnuseiðum og þau útbre' Langmest var af þeim úu ^ Norðurlandi en einnig var ta sv ^ rek loðnuseiða um Dohrnban 'a Grænlands. Stærð loðnuseiðan var í meðallagi. Enda þótt ml fjöldi loðnuseiða bendi að jöfnu til góðs árgangs eru Þe^|j. rannsóknir ekki einhlítur |llc kvarði á stærð loðnuárgangm , Mjög mikið var af karfasei Grænlandshafi og við ^u® t Grænland að þessu s',n.n'UQrsen- var um þau um miðbik landshafs og norðantil ynr ^rf-a. lenska landgrunninu. Fjöldi ^ seiða í Grænlandshafi gn Austur-Grænland var nú me' sést hefur síðan 1973. |ie|5t Af öðrum fisktegundum er 0g að nefna að mikið var um se^ ^ ungstig sandsílis og meira ^ áður af þessari mikilvasgu ýrnissa nytjastofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.