Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1992, Page 54

Ægir - 01.07.1992, Page 54
390 ÆGIR 7/92 fram koma í lokaorðum skýrslu á- samt niðurlagi. Úr lokaorðum skýrslu: Sambærilegar aðstæður fengust í einstökum mælingum fyrir og eftir skrúfubreytingar, særými og lega skips samsvarandi svo og veiðaríæri, og eins staðið að mæl- ingum með samskonar niæli- tækjabúnaði og mannskap. Sam- anburðargrundvöllur verður því að teljast góður, ef undanskilið er að botnástand skipsins er betra í mælingum með nýju skrút'una og munur í ástandi skrúfublaða, þ.e. ný blöð með fullkomna yfirborðs- meðhöndlun annars vegar og gömul blöð, ekki sem ný, hins vegar. Ekki hefur verið gerð til- raun til að meta þessi áhrif, en nefna má að Tæknideild hefur mælt skip fyrir og eftir botnhreins- un, laus við gróður eins og í þessu tilviki, og hefur niðurstaðan verið 3-5% mótstöðu- og aflminnkun eftir hreinsun. Helstu niðurstöður eru (saman- burður á 750 sn/mín): • Samanburður á eyðslustuðlum fyrir og eftir breytingar gefur nán- ast sömu tölur við tiltekið afl, eða mun sem í flestum tilvikum er um og innan við mælinákvæmni, og gildir þetta fyrir alla snúnings- hraða. betta styður nákvæmni mælinga vegna samanburðar. • Nýja skrúfan er þyngri í tóm- gangi, þ.e. á 0-skurði, að meðal- tali þarf um 45% meira afl til að snúa henni. Þessara áhrifa gætir upp að vissu álagi, þannig að undir tilteknu álagi verður hún ó- hagkvæmari en hagkvæmari yfir viðkomandi álagi. • Ef fullt afl er tekið út (2200 bhö) með rafala álagslausa skilar nýja skrúfan 14.6% meiri spyrnu við bryggju, annars vegar 22.91 tonn (fyrri) og hins vegar 26.25 tonn. Við 50% álag (1100 bhö) er aukningin aftur á móti aðeins 5.3%. • Við tæplega 40% álag á full- urn snúningshraða (869 bhö) fæst sama bryggjuspyrna, eða 12.59 tonn. • Mælingar og útreikningar á togmótstöðu veiðarfæris, miðað við hraða í gegnum sjó, gáfu nán- ast samfallandi t'erla, í mælingum fyrir og eftir breytingar. Það verð- ur að teljast mjög mikilvæg niður- staða og rennir frekari stoðum undir áreiðanleika mælinganna og þeim leiðréttingum sem gerðar eru á vegmæli á grundvelli hraða- mælinga á GPS og vegmæli fyrir og eftir skrúfubreytingar. • Við 3.5 hn toghraða reyndist mæld og útreiknuð togmótstaða vera 8.77 tonn að meðaltali, og 10.46 tonn við 4.0 hn toghraða. • í veiðarfæramælingu mælðist vélarafl það sama við 4.15 hri toghraða, um 1116 bhö me rat’ala álagslausa (um 51% álagk og reyndist togmótstaða veiðat- færis þá vera 11.21 tonn. Undh þeim toghraða get'a mælingar Þa niðurstöðu að nýja skrúfan se o- hagkvæmari, en hagkvæmari ytir þeim toghraða. • Niðurstöður ganghraðamæk inga voru á þann veg að v' 10.88 hn hraða fékkst sama a • þörf, þ.e. 932 bhö (um 42% álag). Fyrir minni hraða verðm nýja skrúfan óhagkvæmari, en hagkvæmari fyrir meiri hraða- Þannig fæst um 2.2% minni at þörf við 12.0 hn, um 3.6% vl Samanburður á bryggjuspyrnu við fullan snúningshraða á vél.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.