Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1993, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1993, Blaðsíða 4
íslenskur sjávarútvegur býr nú við samdrátt í veiðum og vinnslu og þessa dagana hellast yfir okk- ur fréttir um verðfall á fiskmörkuðum erlendis sem hafa strax þau áhrif hér innanlands að fiskverð lækkar til útgerðar og sjómanna. Frelsið er gott og rneðan allt er á uppleið eru góðir hlutir að gerast að dórni allra. En strax og gefur á bátinn fara að heyrast önnur hljóð og undir þau hljóð verða menn að vera undirbúnir frá því frelsið til að velja og hafna er gefið. Hver hefur ekki heyrt málsháttinn „sá á kvölina sem á völina“. Með frelsi til að velja og hafna, til að taka þátt í verðmyndun á markaði eru menn að taka á sig ábyrgð og þeir verða að axla þá ábyrgð sjálfír, ekki er hægt að láta samfélagið hlaupa undir bagga eins og áður. Hver man ekki sönginn um verðjöfnunarsjóð, verðlagsráð o.fl. í þeim dúr. Nú er þetta ekki til lengur og hver og einn verður að spjara sig sjálfur á markaðinum, vega og meta þá áhættu sem hann tekur og hvort hann hefur efni eða ekki á þessari áhættu. Nú í þessari niðursveiflu reynir fyrst á hvort menn hafi eitthvað meint með því sem þeir hafa sagt um valfrelsið. En „fleira er matur en feitt kjöt“ eins og einhvers staðar stendur. íslendingar hafa ekki talið rnikla þörf á að eyða peningum og tíma í rannsóknir og þróun sjávarútvegs í tímans rás. Þó höfurn við stundað hafrannsóknir og fleira sem við teljum gagnlegt, en samt hefur þurft að sýna árangur á stutt- um tíma því annars eru peningar til þess verkefnis skornir niður snarlega. Á undanförnum árum höfl urn við þó reynt að horfa nokkur ár frarn í tímann og reynt að flytja út þá þekkingu sem orðin er til hérlendis í sjávarútvegi og flytja hana til landa sem talin eru á eftir okkur í tækni og þróun í sjávarút- vegi. Þetta er lofsvert og virðist byrjað að bera árangur í því íormi að sótt er til íslenskra ráðgjafastofa urn skipulag á stjórnun sjávarútvegs í öðrurn löndum og vegna verkefna við uppbyggingu og endur- skipulagningu á veiðurn og vinnslu einstakra fyrirtækja. Þá er einnig sóst eftir íslenskum fyrirtækjum til að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis, til að eignast aðgang að þeirri tækni og reynslu sem þessi fyrir- tæki búa yfir. Þessa þróun er nauðsynlegt að auðvelda eins og kostur er. Bjarni Kr. Grímsson 58 ÆGIR 2. TBL. 1993 J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.