Ægir - 01.02.1993, Blaðsíða 44
Af 116 endurheimtum utan hrygn-
ingarsvæðis eru 20 þar sem 2 til 5
merktir fiskar hafa fengist sama dag á
sama stað í sama veiðarfæri. Til
dæmis fengust 5 endurheimtur í einu
kasti nreð dragnót í Gunnólfsvík 8.
okt. 1992 (á merkingarstað). Ekki
fékkst merktur fiskur í köstunum á
undan og eftir og annar bátur sem
var með dragnót á sömu slóðum fékk
ekki merktan fisk þann dag. Fiskar
þessir voru úr merkingunni í Gunn-
ólfsvík ’92 og einn líklega úr Gunn-
ólfsvík ’91 (merki skaddað). Þessi
heimsókn á hrygningarstöðvarnar á
þessum tíma árs er athyglisverð, en
sendandi merkjanna, Jónas Jóhann-
son skipstjóri á Geir ÞH, gat þess að
þorskurinn hefði verið í æti og fullur
af sandsíli. Einnig má geta tveggja til-
fella þar sem merktir þorskar úr
Gunnólfsvík ’91 eða Gunnólfsvík ’92
fengust á króka hlið við hlið á Iínu
og Lófótlínu í Bakkaflóanum.
Hér er ekki staðhæft að þorskur
sem hrygnir á sama svæði haldi sig
allur í sömu torfunni á öðrum tím-
um árs. Dreifing veiðistaða endur-
heimta yfir árið sýnir þvert á móti að
svo er ekki. Líklegt hegðunarmynstur
er þannig að eftir hrygningu yfirgefi
þorskurinn hrygningarsvæði sitt í
torfum. Þessar torlur gætu haldið
saman yfir þann tíma sem þorskur-
inn er í fæðuleit. Að öllum líkindum
eru torfurnar mismunandi að fjölda
og stærð eftir hrygningarsvæðum.
Einnig er misjafnt hversu langt torf-
urnar fara í fæðuleit en ýmislegt
bendir til þess að þær gangi á svipuð
svæði og þær hafa verið á áður. Það
kom einnig fram í fyrri grein að
þorskur sem endurheimtist lengst í
suður frá merkingarstað er oft mun
stærri en sá sem endurheimtist um
sumar og haust, næst hrygningar-
svæðinu. Líklegast stafar þessi stærð-
armunur af því að þeir þorskar sem
fara lengra í fæðuleit, nái í meira æti.
„Þeir fiska sem róa“ gæti þess vegna
einnig átt við um þorskinn sjálfan.
Endurheimtur eftir
veiðarfœrum
I síðustu grein var nokkuð fjallað
um það hvernig þorskur úr merk-
ingatilraunum 1991 endurheimtist
eftir veiðarfærum. Þau hlutföll sem
þar voru gefin upp í töflum hafa
töluvert breyst þegar litið er á endur-
heimtur úr merkingunum Stöðvar-
fjörður ’91 og Gunnólfsvík ’91, frá
byrjun og til ársloka 1992.
Tafla 3 Skipting endurheimta á veiöarfœri og heildarafla sem landað er á Austfjarðahöfnum í sömu veiðarfœri
Merking Merking Afli í veiðarfæri
Stöðvarfjörður ’91 Gunnólfsvík ’91 Austurland allt
Lína 24% 28% 10%
Net 34% 38% 15%
Handfæri 14% 8% 4%
Dragnót 24% 19% 2%
Botnvarpa 4% 7% 69%
I töflu 3 er sýnt hvernig endur-
heimtur úr þessum tveim merking-
um veiðast í 5 algengustu veiðarfæri
fyrir þorsk: Iínu, net, handfæri,
dragnót og botnvörpu. I söntu töflu
er einnig í þriðja dálki sýnd hlutdeild
þessara sömu veiðarfæra í þeim heild-
arþorskafla sem landað er á Austur-
landi.
Ymislegt vekur athygli í þessurn
niðurstöðum merkinganna varðandi
skiptingu í veiðarfæri og samanburði
þeirra við skiptingu afla í sömu veið-
arfæri yfir Austurland. A þeim tíma
sem þorskurinn er utan hrygningar-
svæðanna hefði mátt búast við því að
dreifing endurheimta milli veiðarfæra
væri lík þeirri sem hún er yfir Aust-
urlandið í heild. Tafla 3 sýnir mjög
mikinn mun að þessu leyti, en 4-7%
af endurheimtum úr tveimur merk-
ingum, Gunnólfsvík ’91 og Stöðvar-
fjörður ‘91, koma fram í botnvörpu á
móti 69% þegar litið er á hlutdeild
botnvörpuafla í heildaraflann yfir
Austurland. Mynd 5 sýnir kort með
útbreiðslu toga með botnvörpu. Þeg-
ar myndir 3 og 4 eru bornar saman
við mynd 5 fer ekki á milli rnála að
dreifing þorsks sem hrygnir á þeim
fjörðum sem nierkt var í nær ekki að
ráði yfir þau svæði sem togveiðar na
til.
Eftir niðurstöðunt merkinganna
eru þorskanetin það veiðarfæri sem
mest tekur af þorski úr þessum merk'
ingum og gerist það á tiltölulega
skömnrum tíma yfir hrygningartíni'
ann. Annað veiðarfæri tekur einnig
milcið af hrygningarfiski en það er
dragnótin. Það veiðarfæri sem kemur
næst netunum hvað varðar hlutdeild
í aflanum er línan sem er það veiðar-
færi ásamt handfærunum sem aðal'
lega tekur þorsk úr þessum merking'
98 ÆGIR 2. TBL. 1993