Ægir - 01.02.1993, Blaðsíða 11
T Tæknimál.
T Sjúkdómamálefni.
T Umhverfismálefni.
T Sameiginleg markaðssetning.
Lögfræðiaðstoð.
T Markaðsstarfsemi.
S- Stefnumótun með hinu opinbera.
Samtökin hafa aðalskrifstofu í
Santiago og útibú í Puerto Mont.
^uk þess reka þau markaðsskrifstofur
1 Bandaríkjunum ogjapan.
Mikil áhersla er lögð á sameigin-
^ega markaðssetningu. M.a. kom
ftam að samtökin vinna með vín-
framleiðendum í þeim tilgangi að
skapa framleiðslunni lúxusímynd.
Samtökin eru Fjármögnuð með
eftirfarandi hætti:
Pélagar greiða fasta upphœð, 100
USD á mánuði. Síðan kemur auka-
greiðsla fari eldismagniðyfir 200 tonn.
Þá greiðir aáildarfélagi 30 USD fynr
hvert útflutt tonn sem er umfram 200
tonnin.
Ný lög um fiskeldi
Nýlega tóku gildi lög í Chile sem
fjalla um fiskeldi og sjávarútveg. Þar
er að finna ákvæði um leyfisveinngar.
Bíða þarf nú í allt að eitt ár eftir að fá
leyfi til að stunda fiskeldi. Greiða
þarf leigugjald á ári sem er 100 USD
fyrir hvern hektara af sjó sem fei
undir eldið. 200 USD þarfhinsveg-
ar að greiða fari eldissvæðið yfir 50
hektara.
í lögunum eru ákvæði um fjar-
lægðarreglur. Þau kveða á um að
fjarlægð á milli sjóeldisstöðva skuli
vera 1,5 mílur og 3 mílur á milli
vatnasvæða eða árósa.
Mengunarákvæði gera til dærnis
ráð fyrir því að fosfór megi ekki fara
yfir 9 milligröm. Auk þessa eru
ákvæði um að ekki megi hefja eldi
hvar sern er vegna umhverfissjónar-
miða.
Eftir að leyfi er fengið er leyfishafa
skylt að byrja eldi ekki seinna en ári
eftir að honum var veitt það. Þeir eru
í raun landeigendur í þeim skilningi
nema hvað svæðið er aðeins sjor.
Leyfin geta gengið kaupurn og sölum
eins og um kvóta væri að ræða.
Vinnsla og pökkun
Algengt er að laxeldisfyrirtæki
stofni sameiginleg vinnslu- og pökk-
unarfyrirtæki. Við fengum tækifæri á
að skoða tvö slík, annað staðsett í
„Rio Negro“ og hitt á Chileo eyju
„Chonchi". í báðum tilfellum voru
aðstæður hinar fullkomnustu. Fyrir-
tækin eru vel tækjum búin með sjálf-
virkar vinnslulínur. Það var hins veg-
ar áberandi hversu margir starfsmenn
voru við línuna miðað við það sem
kom út úr henni. Hér var um að
ræða fullkomlega tæknivædda stöð
þar sem rninnst 20 manns stóðu við
færiband og verkuðu laxinn með
ryksugu og tilheyrandi tólum, m.a.
tannbursta og síðan með flísatöng.
Ég giska á að við hefðum haft
u.þ.b. helmingi færri starfsmenn við
svipaðar aðstæður og náð sömu gæð-
um og framleiðslumagni. Laxinn leit
mjög vel út og allir starfsmenn voru
með grírnur fyrir vitum sér sem auð-
vitað er til fyrirmyndar og spurning
hvort þessi regla sé viðhöfð öllum
stundum.
Eitt atriði varðandi pökkun er vert
2. TBL. 1993 ÆGIR 65