Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Page 13
erfðalög og hegningarlög. í skránni er einungis getið sérprenta, þegar ekki var hægt að nálgast efnið eftir öðrum leiðum. Spjald- skrár Landsbókasafns voru athugaðar, ef vera kynni að einhverjar breytingar hefðu verið gerðar á flokkun, t.d. eldra efni endurflokk- að. íslenzk bókaskrá 1974 og 1975 var einnig lögð til grundvallar. Ekki voru aðrir efnisflokkar yfirfarnir. 7) Skrá Háskólabókasafns Allt efni, sem þar var flokkað í 340 (lögfræði) og ekki var áður komið í skrá Landsbókasafns, var athugað. Unnið var að flokkun á íslenskum ritum í safninu, svo að í skránni er aðeins nokkur hluti þess efnis, sem safnið á í þessum efnisflokki. 8) Eftirtalin samnorræn lagatímarit, árbækur og ritraðir: NIR (Nordisk tidskrift för immaterialrátt och angránsande ámnes- omráden). (Sth.) (frá 1972) Nordisk administrativt tidsskrift. (Kbh.) Nordisk forsikringstidsskrift. (Sth.) Nordisk juristmode. Forhandlingerne. (Kbh. og víðar) Nordisk kriminalistisk ársbok. (Sth.) (útg. til 1962) Nordisk tidsskrift for international ret. (Kbh.) Nordisk tidsskrift for kriminalvidenskab. (Kbh.) Scandinavian studies in criminology. (Oslo) (útg. frá 1965) Scandinavian studies in law. (Sth.) (útg. frá 1957) Tidsskrift for rettsvitenskap. (Oslo) Nú hefur verið gerð grein fyrir takmörkun skrárinnar. Líklegt er, að einhvers efnis verði saknað. Bæði er, að margir lögfræðingar geta ritstarfa sinna ekki nákvæmlega í Lögfræðingatali og eins hitt, að sumt af því efni, sem þar var getið, fannst ekki í þeim söfnum, sem leitað var í. Á þetta þó eingöngu við um fjölritað efni svo og fáeinar tímaritsgreinar og kafla í erlendum ritum. Hvað fjölfaldað efni varð- ar var stundum erfitt að átta sig á, hvort telja skyldi það útgefið, þar sem það fær oft litla útbreiðslu. Gildir þetta t.d. um sumt fjölritað efni, sem kennarar lagadeildar dreifa til nemenda sinna. Var reynt að miða við, að rit hefðu a.m.k. titilsíðu og kápu. Hugsanlegt er, að þessi regla hafi einhvers staðar verið brotin. Þess ber og að geta að öllum blaðagreinum var sleppt og enga ritdóma er að finna í skránni utan tvo, sem birtust í lagatímaritunum, og fylgja þeir ritdæmdum verkum. 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.