Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Page 14
EFNISFLOKKUN Eftir að efnisumfang var að mestu ráðið, lá fyrir að ákveða gerð eða uppbyggingu skrárinnar. Var ákveðið að nota efnisorð líkt og Friðjón Skarphéðinsson hafði notað við sína skrá. Þegar talsvert efni hafði verið flokkað, kom í ljós, að miðað við efnisramma þann, sem þegar var búið að setja, vantaði gömlu skrána efnisflokka. Því var eftir talsverða athugun horfið að því ráði að styðjast að mestu við danska flokkaða efnisorðaskrá yfir lagabókmenntir, Dansk juridisk bibliografi. Sú skrá bygg'ir á mörgum aðalefnisflokkum, sem síðan greinast mismikið innbyrðis. Þar sem augljóst var, að þessi skrá yrði aðeins brot af þeirri dönsku, þótti ekki ástæða til jafn ítarlegrar flokk- unar og þar er notuð. Við þýðingar á dönsku fagheitunum á íslensku var reynt að styðj- ast við áður gerða skrá, einnig við þýðingar, sem til voru á lögfræði- flokknum samkvæmt flokkunarkerfi Dewey. Mikið gágn var einnig að riti Björns Þ. Guðmundssonar: Lögbókin þín og að riti Gunnars G. Schram: Stjórnarskrá íslands. Þar að auki var leitað til sérfróðra manna í lögfræði. I skránni eru alls 27 aðalefnisflokkar og 52 undirflokkar. TILHÖGUN SKRÁRINNAR Skráin skiptist í flokkaða efnisorðaskrá og nafnaskrá. Flokkuð efnisorðaskrá Þessi hluti skrárinnar hefur hlaupandi tölumerkingu frá 1 upp í 618. Það veldur því, að hvert rit eða grein fær aðeins eina færslu í skránni. Ef hins vegar er fjallað um tvö eða fleiri efni, er aftast í víkjandi efn- isflokki (aðal- eða undirflokki) tilvísun til þess, hvar éfnið sé einnig að finna. Ekki eru hafðar tilvísanir milli undirefnisorða innan sama aðal- efnisflokks. Innan hvers efnisorðs er spjöldum raðað í stafrófsröð eftir skírnarnöfnum íslenskra höfunda, eftirnöfnum erlendra höfunda og titlum titilskráðra rita. Auk þess ræður tímaröð, þegar um mismun- andi útgáfur sömu verka er að ræða. I flokknum Dómasöfn — dóms- úrlausnir ræður tímaröð á eftir stafrófsröð. Þar sem í þessa skrá eru teknar tímaritsgreinar, tímarit, bókakafl- ar og sjálfstæð rit varð að haga skráningu í samræmi við það. Ski-áningu greina er þannig háttað, að getið er höfundar eða höf- unda, ef fleiri eru en einn. Síðan koma eftirtalin atriði: Titill, undir- titill, ef hans er getið, heiti tímarits, tölusetning árgangs og tölublaðs, 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.