Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 7
TÍM.vitii—4r IÍM.I H ITHM.A 1. HEFTI 36. ÁRGANGUR APRlL 1986 HÆSTIRÉTTUR ÍSRAELS í hæstarétti ísraels sitja 12 dómendur. Þeim til aðstoðar eru tveir menn fyr- ir hvern dómara (venjulega ungir menn sem ekki hafa fulllokið prófi til þess að öðlast réttindi til málflutnings). Dómsúrlausnir réttarins hafa mikið for- dæmisgildi. Þær eru bindandi fyrir aðra dómstóla í landinu. Úrlausnir réttarins eru oft í sviðsljósinu. Það er tæpast of mikið að fullyrða að hæstiréttur Israels njóti mikils trausts þar I landi. Aðalverkefni réttarins eru tvenns konar. í fyrsta lagi dæmir hann í áfrýjun- armálum. Dómstig eru þrjú en hvert einstakt mál fer að jafnaði aðeins um tvö dómstig. Af þessu leiðir að öðru jöfnu að hin viðameiri mál koma til kasta hæstaréttar á áfrýjunarstigi en hinum, sem eru að jafnaði minni að vöxtum, lýkur á áfrýjunarstigi neðar í dómskerfinu. í öðru lagi er hæstiréttur eins konar stjórnsýsludómstóll og er hann þá eina dómstigið. Þaö er ekki ætlunin hér að lýsa þessum þætti í starfsemi réttarins nánar en bent skal á í dæmaskyni að sá sem telur stjórnvald hafa brotið á sér lög, t.d. með synjun leyfisveit- ingar, á þess kost að höfða mál á hendur stjórnvaldinu beint fyrir hæstarétti og fá úrlausn mála sinna þar á mjög skömmum tíma. Þessi þáttur í starfsemi réttarins hefur vaxið talsvert hin síðari ár. Hæstiréttur ísraels afgreiddi um það bil 2000 mál alls á síðastliðnu ári. Afköst réttarins árin þar á undan voru litlu minni og því sambærileg að því leyti að þau breyta ekki heildarmyndinni. Ljóst er að þessi afköst eru feikna- mikil. Við það bætist að verkefni réttarins eru síður en svo af léttara taginu eins og vikið hefur verið stuttlega að hér að ofan. Það er kunnugra en frá þurfi að segja að skilvirkni við meðferð dómsmála leiðir venjulega til aukins réttlætis fyrir þegnana og öfugt. Það hlýtur því að skipta miklu máli að kanna hvaða aðferðum rétturinn beitir til þess að ná svo ótrúlegum árangri. Þess er að vísu ekki kostur hér að gera neina við- hlítandi könnun á þessu. Þó skal þess freistað að nefna nokkur atriði sem öðru fremur kunna að skipta máli í þessu sambandi: 1. í hæstarétti ísraels sitja að jafnaði aðeins þrfr dómendur í hverju máli. Frá þessu má víkja þegar tilteknar ástæður eru fyrir hendi. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.