Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 24
hafa tíðkast að sýslumenn rækju sýslur „upp á reikning". Stóðu þeir þá konungi skil á tekjum af embættinu en þágu föst laun fyrir eða ákveðna tekjustofna41). Lénsskipulágið náði raunar aldrei sama þroska á Norðurlöndum og sunnar í álfunni. Þannig öðluðust lénsmenn að jafn- aði ekki arfgengan rétt til léna sinna og jafnvel ekki lífstíðarrétt42). Eftir 1607 voru sýslumenn á Islandi skipaðir til lífstíðar. Fram að því var algengt að sýslumönnum væru skipaðar sýslur aðeins til fárra ára í senn. Auk þess var lénsrétturinn miklu takmarkaðri hér en annars íjtaðar í álfunni, t.d. í Þýskalandi þar sem furstadæmin urðu nánast óháð keisara. Lénsmenn konunga á Norðurlöndum urðu að lúta lög- um og fyrirmælum konunga, en löggj afarvald var að mestu í þeirra höndum. Ibúar lénanna voru þegnar konungs en ekki lénsmanns. Engar jarðeignir fylgdu sýsluvöldum, en sýslumenn voru skattfrjálsir eins og aðrir handgengnir menn43). Eftir að einveldi var komið á voru umboðsmenn konungs í Noregi og Danmörku ekki lengur lénsmenn. 1 þeirra stað komu fastkipaðir og fastlaunaðir amtmenn44). Sýslumenn á Islandi urðu þó ekki fastlaun- aðir fyrr en við gildistöku laga 14. des. 187745). Skattfrelsi Með Gamla sáttmála var konungi heitið skatti og þingfararkaupi af hendi almúgans á Islandi (D I, I, s. 670). í Jónsbók, konungs þegn- skyldu kap. 1 (JB 1904, s. 81) er kveðið á um greiðslu þingfararkaups og skatts af hendi bænda og búlausra einhleypinga. 1 framkvæmd var litið svo á að ákvæði þessi tækju ekki til embættismanna konungs, og var sá skilningur staðfestur í Píningsdómi 1490 þar sem skýrt er tekið fram að handgengnir menn séu skattfrjálsir. Píningsdómur er m.a. staðfestur á siðskiptatímanum með alþingisdómi 18. júní 1545 (L I, I, s. 63), og virðast embættismenn hafa verið skattfrjálsir allt til árs- ins 1769, og að því er virðist raunar einnig lausir við greiðslu tíundar nema fátæktratíundar (Gustafsson, s. 211). 41) Saga íslands III, s. 59, íslandssaga l-ö, s. 177, íslendingasaga II, s. 85, Kulturhistorisk leksikon XVII 648 ... 652 ... 654 ... 656-658, Hertzberg, s. 299 og 328-329, Lehmann, s. 211: „Das Amt des Sysselmannes baut sich prinzipiell auf lehnsrechtlicher Grundlage auf". 42) Herlitz I, s. 16, Lehmann, s. 196 og 214: „Der lehnsrechtliche Character ... im drei- zehnten und Anfange des vierzehnten Jahrhunderts ... durchdringt das Amt ... mehr und mehr.“ 43) Tamm og Jprgensen, s. 20-21, Saga íslands III, s. 3, 59 og 76. Um furstalén í löndum Danakonungs, sjá Politikkens Danmarkshistorie 4., s. 13. 44) Espersen og Ross: Dansk statsforfatningsret 1, s. 95, Tamrn og Jprgensen, s. 27. 45) Lúðvík Ingvarsson, s. 230. 18

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.