Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 24
hafa tíðkast að sýslumenn rækju sýslur „upp á reikning". Stóðu þeir þá konungi skil á tekjum af embættinu en þágu föst laun fyrir eða ákveðna tekjustofna41). Lénsskipulágið náði raunar aldrei sama þroska á Norðurlöndum og sunnar í álfunni. Þannig öðluðust lénsmenn að jafn- aði ekki arfgengan rétt til léna sinna og jafnvel ekki lífstíðarrétt42). Eftir 1607 voru sýslumenn á Islandi skipaðir til lífstíðar. Fram að því var algengt að sýslumönnum væru skipaðar sýslur aðeins til fárra ára í senn. Auk þess var lénsrétturinn miklu takmarkaðri hér en annars íjtaðar í álfunni, t.d. í Þýskalandi þar sem furstadæmin urðu nánast óháð keisara. Lénsmenn konunga á Norðurlöndum urðu að lúta lög- um og fyrirmælum konunga, en löggj afarvald var að mestu í þeirra höndum. Ibúar lénanna voru þegnar konungs en ekki lénsmanns. Engar jarðeignir fylgdu sýsluvöldum, en sýslumenn voru skattfrjálsir eins og aðrir handgengnir menn43). Eftir að einveldi var komið á voru umboðsmenn konungs í Noregi og Danmörku ekki lengur lénsmenn. 1 þeirra stað komu fastkipaðir og fastlaunaðir amtmenn44). Sýslumenn á Islandi urðu þó ekki fastlaun- aðir fyrr en við gildistöku laga 14. des. 187745). Skattfrelsi Með Gamla sáttmála var konungi heitið skatti og þingfararkaupi af hendi almúgans á Islandi (D I, I, s. 670). í Jónsbók, konungs þegn- skyldu kap. 1 (JB 1904, s. 81) er kveðið á um greiðslu þingfararkaups og skatts af hendi bænda og búlausra einhleypinga. 1 framkvæmd var litið svo á að ákvæði þessi tækju ekki til embættismanna konungs, og var sá skilningur staðfestur í Píningsdómi 1490 þar sem skýrt er tekið fram að handgengnir menn séu skattfrjálsir. Píningsdómur er m.a. staðfestur á siðskiptatímanum með alþingisdómi 18. júní 1545 (L I, I, s. 63), og virðast embættismenn hafa verið skattfrjálsir allt til árs- ins 1769, og að því er virðist raunar einnig lausir við greiðslu tíundar nema fátæktratíundar (Gustafsson, s. 211). 41) Saga íslands III, s. 59, íslandssaga l-ö, s. 177, íslendingasaga II, s. 85, Kulturhistorisk leksikon XVII 648 ... 652 ... 654 ... 656-658, Hertzberg, s. 299 og 328-329, Lehmann, s. 211: „Das Amt des Sysselmannes baut sich prinzipiell auf lehnsrechtlicher Grundlage auf". 42) Herlitz I, s. 16, Lehmann, s. 196 og 214: „Der lehnsrechtliche Character ... im drei- zehnten und Anfange des vierzehnten Jahrhunderts ... durchdringt das Amt ... mehr und mehr.“ 43) Tamm og Jprgensen, s. 20-21, Saga íslands III, s. 3, 59 og 76. Um furstalén í löndum Danakonungs, sjá Politikkens Danmarkshistorie 4., s. 13. 44) Espersen og Ross: Dansk statsforfatningsret 1, s. 95, Tamrn og Jprgensen, s. 27. 45) Lúðvík Ingvarsson, s. 230. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.