Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 48
6.5. Fjárliæð barnalífeyris I 6. mgr. 14. gr. atl., sbr. 1. gr. 1. 25/1984, segir að árlegur barna- lífeyrir með hverju barni skuli vera kr. 24.180. Frá þeim tíma hefur fjárhæð þessari verið breytt með reglugerðum, nú síðast reglugerð nr. 405/1989. Samkvæmt henni er barnalífeyrir kr. 6.491 á mánuði þegar þetta er ritað. í reglugerðunum er yfirleitt tekið fram að þær séu settar með stoð í 79. gr. atl. Þar kernur fram að ráðherra skuli breyta upphæð bóta, þ.m.t. barnalífeyris, í samræmi við breytingar á vikukaupi í almennri verkamannavinnu. 6.6. Bráðabirgðameðlag Orðið bráðabirgðameðlag kemur ekki fyrir í lögum, en er í reynd notað þegar móðir fær greiddan barnalífeyri til bráðabirgða meðan ekki hefur tekist að feðra barn, sbr. 4. mgr. 73. gr. atl. og 2. mgr. 29. gr. bl. Hægt er að sækja um hann um leið og fyrir liggja gögn um að gerður hafi verið reki að því að feðra barn, t.d. með því að höfðað hafi verið barnsfaðernismál. Greiðsla bráðabirgðameðlags fellur nið- ur eftir 12 mánuði, ef umsókn er ekki endurnýjuð, enda hefur viljað brenna við að Tryggingastofnun hafi ekki verið gert kunnugt um hvenær faðerni barns er orðið ljóst. Tryggingastofnun á endurkröfu- rétt fyrir bráðabirgðameðlaginu á hendur föður, eftir að faðernið er upplýst. 7. INNHEIMTUÚRRÆÐI Barnalífeyrir greiðist beint úr Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins, sbr. 14. gr. atl og 2. mgr. 29. gr. bl. Þau innheimtuúrræði sem hér verða rædd skipta þar af leiðandi aðeins máli þegar um er að ræða meðlag, sérstök framlög eða greiðslur samkvæmt 25. og 26. gr. bl. Tvenns konar úrræði standa þeim til boða sem eiga rétt á þessum greiðslum. Ymist svarar Tryggingastofnun ríkisins til þessara krafna eða þær eru lögtakskræfar. Verða þessi úrræði nú skoðuð nán- ar. Varðandi þær kröfur sem Tryggingastofnun ríkisins svarar til er einnig nauðsynlegt að átta sig á að hvaða marki hún gerir það. Laga- heimildirnar sem að þessu lúta er í 73. gr. atl., 28. gr. bl. og 29. gr. bl. Skilyrði þess að Tryggingastofnun ríkisins greiði meðlag eða aðr- ar framfærslukröfur sem henni er skylt að svara til lögum samkvæmt, er að fyrir liggi úrskurður viðkomandi yfirvalds, sem birtur hefur 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.