Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 49
verið greiðsluskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 29. gr. bl., eða staðfest sam-
komulag, sbr. 1. mgr. 29. gr.
7.1. Til hvaða krafna svarar Tryggingastofnun ríkisins
og að hvaða marki?
a. Kröfur samkvæmt yfirvaldsúrskurði á grundvelli 1. og 3. mgr.
15. gr. bl. eða staðfestum samningi, sbr. 21. gr. bl., sbr. 29. gr. sömu
laga og 6. mgr. 73. gr. atl., greiðast af Tryggingastofnun ríkisins.
Stofnunin greiðir þó aldrei meira en lágmarks meðlag á grundvelli þessa,
sbr. þó 3. mgr. 15. gr. Þetta merkir að hafi meðlagsskylt foreldri verið
úrskurðað til að greiða meira en lágmarks meðlag eða það samþykkt
að greiða meira vei'ður rétthafinn að sækja greiðslur beint til hins
meðlagsskylda. Mismunurinn er hins vegar lögtakskræfur eins og síð-
ar verður vikið að.
b. Tryggingastofnun greiðir ennfremur menntunarmeðlagið sam-
kvæmt 3. ml. 17. gr. bl., sbr. 2. mgr. 73. gr. atl. Þess er ekki getið í
bl. að stofnunin svari til menntunarmeðlagsins, heldur eingöngu í atl.
Tryggingastofnun greiðir aðeins þá fjárhæð sem samsvarar fjárhæð
lágmarksmeðlags, án tillits til þess hvort aðili hefur af einhverjum
ástæðum verið úrskurðaður til að greiða meira eða um það verið sam-
ið. Þess ber að geta að aðili mun sjaldnast vera úrskurðaður til að
greiða meira en lágmarksmeðlag.
c. Kröfur samkvæmt 19. gr. bh, þ.e. sérstök framlög vegna skírnar,
fermingar, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni, sbr. 2. mgr. 30. gr.
bl. og 1. mgr. 73. gr. atl., greiðast af Tryggingastofnun ríkisins. Stofn-
unin greiðir það sem úrskurðað hefur verið. 1 því sambandi ber þó að
hafa í huga þær viðmiðunarfjárhæðir sem vikið var að hér að framan.
Þá er þess að geta að í 3. mgr. 30. gr. bl. er gert ráð fyrir að félags-
málaráðherra setji reglugei'ð um fjárhæð greiðslna sem stofnunin
innir af hendi, þ.á m. greiðslur skv. 19. gr. bl. Slík reglugerð hefur
ekki verið sett. Það kemur á óvart að félagsmálaráðherra skuli vera
falið þetta vald, en ekki ráðherra tryggingamála.
d. Tryggingastofnun greiðir kröfur samkvæmt 1. og 2. mgr. 25. gr.
bh og 1. mgr. 26. gr. bh 1 3. mgr. 30. gr. bl. er gert ráð fyrir að sett
sé reglugerð um fjárhæð þessara greiðslna, en það hefur ekki verið
gert. Tryggingastofnun er því væntanlega bundin af því sem valds-
maður hefur úrskurðað. Á þetta hefur þó ekki reynt. Bent er á að
kröfur samkvæmt 2. mgr. 26. gr. verða ekki sóttar til Trygginga-
stofnunar ríkisins. Vakin er athygli á þessu í greinargerð án þess
að það sé skýrt frekar.
191