Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 49
verið greiðsluskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 29. gr. bl., eða staðfest sam- komulag, sbr. 1. mgr. 29. gr. 7.1. Til hvaða krafna svarar Tryggingastofnun ríkisins og að hvaða marki? a. Kröfur samkvæmt yfirvaldsúrskurði á grundvelli 1. og 3. mgr. 15. gr. bl. eða staðfestum samningi, sbr. 21. gr. bl., sbr. 29. gr. sömu laga og 6. mgr. 73. gr. atl., greiðast af Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin greiðir þó aldrei meira en lágmarks meðlag á grundvelli þessa, sbr. þó 3. mgr. 15. gr. Þetta merkir að hafi meðlagsskylt foreldri verið úrskurðað til að greiða meira en lágmarks meðlag eða það samþykkt að greiða meira vei'ður rétthafinn að sækja greiðslur beint til hins meðlagsskylda. Mismunurinn er hins vegar lögtakskræfur eins og síð- ar verður vikið að. b. Tryggingastofnun greiðir ennfremur menntunarmeðlagið sam- kvæmt 3. ml. 17. gr. bl., sbr. 2. mgr. 73. gr. atl. Þess er ekki getið í bl. að stofnunin svari til menntunarmeðlagsins, heldur eingöngu í atl. Tryggingastofnun greiðir aðeins þá fjárhæð sem samsvarar fjárhæð lágmarksmeðlags, án tillits til þess hvort aðili hefur af einhverjum ástæðum verið úrskurðaður til að greiða meira eða um það verið sam- ið. Þess ber að geta að aðili mun sjaldnast vera úrskurðaður til að greiða meira en lágmarksmeðlag. c. Kröfur samkvæmt 19. gr. bh, þ.e. sérstök framlög vegna skírnar, fermingar, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni, sbr. 2. mgr. 30. gr. bl. og 1. mgr. 73. gr. atl., greiðast af Tryggingastofnun ríkisins. Stofn- unin greiðir það sem úrskurðað hefur verið. 1 því sambandi ber þó að hafa í huga þær viðmiðunarfjárhæðir sem vikið var að hér að framan. Þá er þess að geta að í 3. mgr. 30. gr. bl. er gert ráð fyrir að félags- málaráðherra setji reglugei'ð um fjárhæð greiðslna sem stofnunin innir af hendi, þ.á m. greiðslur skv. 19. gr. bl. Slík reglugerð hefur ekki verið sett. Það kemur á óvart að félagsmálaráðherra skuli vera falið þetta vald, en ekki ráðherra tryggingamála. d. Tryggingastofnun greiðir kröfur samkvæmt 1. og 2. mgr. 25. gr. bh og 1. mgr. 26. gr. bh 1 3. mgr. 30. gr. bl. er gert ráð fyrir að sett sé reglugerð um fjárhæð þessara greiðslna, en það hefur ekki verið gert. Tryggingastofnun er því væntanlega bundin af því sem valds- maður hefur úrskurðað. Á þetta hefur þó ekki reynt. Bent er á að kröfur samkvæmt 2. mgr. 26. gr. verða ekki sóttar til Trygginga- stofnunar ríkisins. Vakin er athygli á þessu í greinargerð án þess að það sé skýrt frekar. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.