Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 43
manns til dómsmálaráðuneytisins og í því sambandi byggt á 3. mgr.
16. gr. bl. Hægt er að skjóta þangað úrskurði bæði að því er varðar
skyldu til að greiða, fjárhæð og tímalengd. Sjaldnast mun þó vera
ágreiningur um fjárhæðina. Samkvæmt þessu er unnt að fjalla um
kröfu um menntunarmeðlag á tveimur stigum, þ.e. hjá valdsmanni
og ráðuneyti.
4.2. Framlög samkvæmt 19. gr. bl.
Samkvæmt 19. gr. bl. er heimilt „að úrskurða framfærsluskyldan
(meðlagsskyldan) aðila til að inna af hendi sérstök framlög vegna út-
gjalda við skírn barns, fermingu, vegna sjúkdóms eða greftrunar eða
af öðru sérstöku tilefni.“
Hér verður ekki farið mörgum orðum um það hvað getur fallið hér
undir. Þó má benda á að í greinargerð með bl. er sérstaklega nefndur til
viðbótar kostnaður vegna tannviðgerða og skólaferðalaga.31 1 fram-
kvæmd er algengast að krafa komi fram vegna kostnaðar við ferm-
ingu og tannréttingar.
Framkvæmdin er sú að krefjandi snýr sér til valdsmanns (í Reykja-
vík yfirsakadómara). Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. bl. verða framlögin
því aðeins úrskurðuð, að krafa um þau sé höfð uppi innan þriggja
mánaða frá því að svara varð til útgjalda, nema eðlileg ástæða hafi
verið til að bíða með slíka kröfu. Ef t.d. um er að ræða kostnað vegna
fermingar leggur krefjandi fram vottorð prests svo og reikninga sem
sýna kostnað sem lagt hefur verið í. Reglan er sú að meðlagsskyldur
aðili er úrskurðaður til að greiða helminginn af þeim kostnaði. Þess
ber þó að geta að dómsmálaráðuneytið gefur árlega út leiðbeiningar
um það hvað telst eðlileg viðmiðun í þessu sambandi.32 Ekki eru til
neinar sambærilegar viðmiðunarfjárhæðir í öðrum tilfellum, t.d. þegar
um tannviðgerðir og tannréttingar er að ræða. í þeim tilfellum eru
meðlagsskyldir aðilar venjulega úrskurðaðir til að greiða samkvæmt
framlögðum reikningum til helminga.
Þess má geta að 19. gr. hefur ekki verið álitin eiga við um
langvarandi eða varanleg veikindi, heldur eingöngu um tíma-
bundin og sérstök veikindi sem hafa útgjaldaauka í för með sér.
Þegar um varanleg eða langvarandi veikindi er að ræða hefur þótt
31 Alþingistíðindi A 1980, s. 355.
32 Fyrir árið 1989 eru upphæðirnar eftirfarandi: Vegna fermingar kr. 18.500—24.000,
skírnar kr. 5.000—6.000 og vegna greftrunar kr. 18.500—27.000.
185