Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 35
EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN umráða. Munar þar mestu um lýs- ing (hake) og skarkola (plaice) en um 45% af kvóta Breta í þessum tegundum eru á hendi „kvóta- hoppara"; um 35% af langhverfu (megrim) og 29% af skötusel. I öðrum tegundum er hlutfallið mun minna. Bretar bregðast við Bretar hafa haldið því fram að „kvótahoppið" sé í andstöðu við ákvæðið um hlutfallslegan stöð- ugleika. Arið 1988 settu þeir lög (the Merchant Shipping Act) sem áttu að stemma stigum við „kvótahoppi“. Samkvæmt lögun- um var ekki hægt að skrá fiski- skip undir breskum fána nema að sýnt væri fram á sterk efnahagsleg tengsl viðkomandi skips við bresk strandhéruð. I lögunum voru mjög ströng ákvæði um þjóðerni og búsetu áhafna skipanna og eig- enda og stjórnenda í landi. Að auki var í lögunum kvöð um að landa tilteknu magni af afla í breskum höfnum. Þessi lög höfðu afdrifaríkar af- leiðingar fyrir bresk útgerðarfýrir- tæki í eigu Spánverja. Meirihluti þeirra uppfyllti ekki þessi skilyrði og skip þeirra fengu því ekki lengur úthlutað kvóta og urðu verkefnalaus. Spánverjum þóttu þessi lög ósanngjörn og töldu þau í andstöðu við sáttmála sam- bandsins sem kveður á um bann við mismunun á grundvelli þjóð- ernis. Málinu var skodð til Evr- ópudómstólsins sem, eftir nokkuð löng málaferli, úrskurðaði bresku lögin ólög. Dómstóllinn staðfesti að lögin brytu í bága við grund- vallarreglu sáttmálans sem kveður á um atvinnurétt einstaklinga innan sambandsins, óháð þjóð- erni. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu dómstólsins útilokaði hann ekki rétt strandrfkja til að setja lög sem kveða á um efnahagsleg tengsl fiskiskips við fánaríki - þvert á mód. Tekið var undir sjónarmið Breta um mikilvægi þess að tryggja raunveruleg efna- hagsleg tengsl milli fiskiskips og þess strandríkis sem úthlutar því veiðikvóta. Slík skilyrði mega hins vegar ekki mismuna aðilum á grundvelli þjóðernis og mega ekki fara út fyrir markmiðið sem þeim er ætlað - þ.e. að tryggja efnahagsleg tengsl skips við strandríki (the principle of proportionality). Lögin sem Bret- ar settu árið 1988 fóru hins vegar langt út fyrir þetta markmið og því fór sem fór. Ný lög um efnahagsleg tengsl Á leiðtogafundinum sem haldinn var í Amsterdam árið 1997 skipt- ust Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Santer, þá- verandi forseti framkvæmda- stjórnarinnar, á skoðunum varð- . Fiskiskip vió bryggju andi kvotahopp. 1 bréri dagsettu ^ Belgíu þann 17. júní árið 1997 kynnir Blair fyrir Santer tillögur Breta að nýjum lögum um efnahagsleg tengsl fiskiskips við fánaríki. I bréfinu er óskað eftir því að fram- kvæmdastjórnin fari yfir tillög- urnar og láti í té álit sitt á þeim aðgerðum sem Bretar hyggðust grípa til í viðleitni sinni til að tryggja strandhéruðum sérstak- lega háðum sjávarútvegi efna- hagslegan ávinning af kvóta sem úthlutað er til skipa undir bresku flaggi. „Ef íslendingar myndu sækja um fulla aóiLd að Evrópusambandinu er Ljóst að hlutfalLsLegi stöðugLeikinn myndi tryggja að svo til aLLur sá kvóti sem heimilt yrði að taka úr sjó við ís- Land félli okkur í skaut." Santer svaraði þessu á þá lund að sérhverju aðildarríki væri heimilt að setja fiskiskipum sem sigla undir þeirra flaggi tiltekin skilyrði fyrir kvótaúthlutun. Skil- yrðin yrðu hins vegar að vera í samræmi við sáttmála sambands- ins. Tilgangur aflamarkskerfisins og ríkjakvótanna væri að vernda fiskistofna og tryggja hagsmuni strandhéraða. I bréfi sínu heldur Santer áfram:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.