Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 36
EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN Norðmenn, líkt og Bretar hafa gert með góðum árangri, hefðu þvl getað tryggt efnahagsleg tengsl fiskiskips undir norskum fána við Noreg með lögum og þannig komið í veg fyrir „kvóta- hopp". Að sjálf- sögðu gætu ís- lendingar gert slíkt hið sama ef til aðildar kæmi. „Á grundvelli Evrópuréttar og að fenginni túlkun Evrópudómstólsins, má ráða að réttlœtanlegt sé að sett séu ákveðin skilyrði sem tryggja raun- veruleg efnahagsleg tengsl á milli fiskiskipa og fánart'kis þeirra ef markmið slíkra skilyrða er að tbúar sem háðir ertt ftskveiðum og tengdum atvinnugreintim njóti kvótans. Skil- yrði sem sett eru um efnahagsleg tengsl og ganga lengra en sem nemur þessum markmiðum verða hins vegar ekki réttlcett út frá grundvelli ríkjakvóta" (Þýðing höfundar. Textinn á ensku: „On the basis of Community law as interþreted by the Court of Justice, the aim of quotas may justify conditions designed to ensure that there is a real economic link between the vessel and the Member States whose flag it is flying if the purþose of such condition is that the þoþulations deþendent on flsheries and related industries should benefit from the quotas. On the other hand, any requirement of an economic link which exceeds those limits cannot be justified by the system of national quotas. Hér er Santer að árétta að lögin um efnahagsleg tengsl mega ekki ná lengra - þ.e. fela í sér strangari skilyrði en nauðsynlegt þykir (the principle of proportionality). I kjölfar bréfaskrifta Blairs og Santers á Amsterdamfundinum settu Bretar ný skilyrði fyrir skráningu fiskiskipa á Bretlandi. Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna atriða til að geta fengið úthlutað kvóta á Bretlandi: • Að landa a.m.k. helmingi af afla í breskri höfn • Að meirihluti áhafnar sé búsettur á Bretlandi • Að meirihluti veiðiferða sé stundaður frá Bretlandi eða að sýnt sé fram á efnahagsleg tengsl með öðrum hætti, t.d. með blöndu af þessum þremur skilyrðum. Nýju lögin hafa verið í gildi frá 1. janúar 1999- I skýrslu sem unnin var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins (Agricult- ure - Eighth Report, Select Committee on Agriculture), og gefin var út 27. júlí árið 1999, segir að of snemmt sé að meta áhrif laganna en „samt eru merki þess að kvótahoppsskipum hafi fækkað" og „komi til með að fækka töluvert á næstu tveimur árum“. I þættinum Aldarhvörf, sem var á dagskrá Ríkissjónvarps- ins þann 6. nóvember s.l., stað- festi Elliot Morley, sjávarútvegs- ráðherra Bretlands, að „kvóta- hoppið“ sé alls ekkert vandamál í dag. Gætu íslendingar komið í veg fyrir „kvótahopp" ef til aðildar kæmi? Ef Islendingar sækja um fulla að- ild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti sem heimilt yrði að taka úr sjó við Island félli okkur í skaut. I norska aðildarsamningnum frá 1994 er meginreglan sú að afla- hlutdeild ESB innan norskrar lög- sögu og öfugt er byggð á sögu- legri veiðireynslu áranna 1989 til 1993. I samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvors annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla. Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið. Norðmönnum var mikið í mun að tryggja að eignarhald á fisk- veiðiheimildum yrði bundið við þegna viðkomandi aðildarríkis þannig að hlutfallslegu jafnvægi yrði ekki raskað með „kvóta- hoppi." Einungis norskir ríkis- borgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi og vildu Norðmenn halda þessu fyrir- komulagi eftir inngöngu í ESB. Þetta stangast á við grundvallar- reglu ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og var hafnað á þeirri forsendu. I samn- ingnum var gert ráð fyrir að Norðmenn fengju þriggja ára að- lögunartíma í þessum efnum og í sameiginlegri yfirlýsingu var áréttuð nauðsyn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fiskveiðum. Með sameigin- legu yfirlýsingunni og áliti Evr- ópudómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gætu komið í veg fýrir „kvótahopp“. Norðmenn hefðu því, líkt og Bretar hafa gert með góðum ár- angri, getað tryggt efnahagsleg tengsl fiskiskips undir norskum fána við Noreg með lögum og þannig komið í veg fýrir „kvóta- hopp“. Að sjálfsögðu gætu Islend- ingar gert slíkt hið sama ef til að- ildar kæmi. I grein í Common Market Law Review, 32/1995 láta þeir Dierk Booss og John Forman, fulltrúar við lögfræðiþjónustu fram- kvæmdastjórnarinnar (the Legal Service, Commission of the EC.), í ljós þá skoðun sína að sumar greinar og yfirlýsingar í norska aðildarsamningum séu frábrugðn- ar fyrri aðildarsamningum og hefðu þær geta haft mótandi áhrif á þróun sjávarútvegsstefnunnar. Nefna þeir sem dæmi að sameig- inleg yfirlýsing nr. 12 (Joint Declaration No. 12) um eignar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.