Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 42

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 42
SKIPASTÓLLIN N aði skrokkinn. Er þetta fyrsti skrokkurinn smíðaður samkvæmt þessari teikningu og eru góðar vonir bundnar við þessa skrokk- hönnun. Teiknistofa KGÞ Akur- eyri sá um hönnun vinnsluþilfara, Skipatækni um fyrirkomulag í brú og Teiknistofan Stíll um efn- isval í íbúðum. Áður en smíði skipsins hófst var líkan af skipskrokknum smíðað og það prófað í tanki hjá Marin- tech í Þrándheimi í Noregi. Við prófunina kom í ljós að hönnun skipsskrokksins hafði heppnast vel og engra breytinga var þörf. Skrokki hins nýja skips var hleypt af stokkunum í Gdansk í Póllandi þann 10. febrúar s.l. Eft- ir ýmsan frágang í Póllandi var skipið dregið til Kleven Verft í Ulsteinsvik í Noregi þar sem lokafrágangur fór fram. I prufu- keyrslu sannreyndist hve skipið er öflugt og náði það allt að 18,3 sjó- mílna hraða og 14,5 sjómílna hraða á hálfri olíugjöf. Skipstjórar eru þeir Arngrímur Brynjólfsson og Sturla Einarsson. Yfirvélstjóri er Stefán Pétur Hauksson. Framkvæmdastjóri út- gerðarsviðs Samherja hf. er Krist- ján Vilhelmsson. Kostnaður við smíði skipsins með búnaði er um 1,5 milljarða króna. Almenn lýsing Vilhelm Þorsteinsson EA er smíð- aður úr stáli samkvæmt kröfum og undir eftirliti Det Noske Ver- itas og Siglingastofnunar Islands, samkvæmt flokkuninni +1 Al, Fishing Vessel, Stern Trawler, S, Ice C, E0. Skipið er nr. 310 frá Kleven Verft AS í Ulsteinvík í Noregi en skipsskrokkurinn var smíðaður hjá Northen Shipyard í Póllandi. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, þveran skut, nótaveiðiþilfar sem nær aftur eftir skipinu, bakkaþil- far og tveggja hæða yfirbyggingu með brú miðskips, auk bátaþilfars og brúarpalls. Botn skipsins er að mestu tvö- faldur að vélarúmi og bógskrúfu- rými undanskildu. Bandabil skrokks er 600 mm. Undir aðal- þilfari er skipinu skipt með fimm þverskipsþilum sem eru: stafn- hylki, bógskrúfurými, kælivéla- rými og krapaístankur, lest og lestartankar, vélarúm og aftast eru eldsneytistankar. I botni skipsins, Sturla Einarsson, skipstjóri, við siglinga- og fiskileitartæki í brú. undir lestum og hráefnistönkum, eru eldsneytistankar. Fremst á að- alþilfari eru stafnhylki, stiga- gangur niður í bógskrúfu- og ís- vélarými með eldsneytistönkum út í sx'ðum, þá frystigeymsla, vinnsluþilfar og aftast er þrfskipt fiskimóttaka. Til hliðar við fiski- móttökuna eru verkstæði og ljósa- vélarými. Togþilfarið er yfirbyggt að mestu. Fremst er stafnhylki, þá keðjukassi og stigahús fyrir véla- rúm framskips. Vélarýmið er lok- að með þverskipsþili. Aftan við þilið á togþilfari eru fjórar grand- aravindur, bobbingarennur, fiski- móttaka og skutrenna. Fremsti hluti togþilfars er útbúinn með uppstillingu fyrir bræðslufisk. Fremst stjórnborðsmegin á tog- þilfari eru líkamsræktarklefi, sex tveggja manna klefar, þvottahús og stakkageymsla. Þar aftan við er dælurými fyrir vökvadælur, véla- reisn og klefi fyrir CO2 slökkvi- kerfi. Bakborðsmegin er vinnslu- rými, geymsla og aftast er nóta- kassi. Fremst á nótaveiðiþilfari eru geymslur og vélarxim fyrir hafnar- vél. Á þilfarinu fyrir framan brú eru tvö snurpuspil, tveir þilfars- kranar, fiskidæla og sjóskilja fyrir lestar framskips. Stjórnborðsmeg- in eru kraftblökkin, niðurlagn- ingablökk, togvinda og sjóskilja fyrir lestar afturskips. Bakborðs- megin, aftan við brú, eru tvær togvindur og miðskips eru tvær netavindur. Fremst á bakkaþilfari eru akkerisvindur og tveir and- VIÐ ÓSKUM SAMHERJA HF. OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGT SKIP SKAGINN HF. Bakkatúni 26 • 300 Akranesi • Sími 430 2000 ■ Fax: 430 2001 Netfang: skaginn@skaginn.is • Veffang: www.skaginn.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.