Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 38

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 38
SKIPASTÓLLINN Rifsnes SH heim úr breytingum í Póllandi - endurbætur kostuðu um 40 milljónir króna Rifsnes SH. Mynd: Guðlaugur Albertsson Rifsnes SH 44, skip Hrað- frystihúss Hellissands, er komið heim á ný eftir breytingar í Póllandi. Skipinu var breytt í Morska skipasmíðastöðinni og kostuðu breytingarnar í heild sinni um 40 milljón- ir króna. Verkfræðistofan Fengur í Hafnarfirði annaðist hönnun breytinganna. Skipstjóri á Rifsnesinu er Bjarni Gunnarsson. Rifsnes er tveggja þilfara stálskip, smíðað í Noregi árið 1968 en innflutt hingað til lands árið 1971. Aður en nú- verandi útgerð eignaðist það bar Rifnesið nafnið Orvar. Fyrir breytingarnar var það tæplega 37 metrar að lengd en er nú rösk- lega 38 metrar. Viðamestu breytingarnar á skrokk skipsins felast í perustefni og nýjum skut. Ennfremur var skutnum slegið út og þannig fengið mun meira rými í honum. Skrokkurinn var sandblásinn og málaður með Hempels skipamálningu frá Slippfé- laginu. Nýtt mastur er komið á skipið, nýir Palfingar kranar frá Atlas á þilfarið, stýri frá íýrirtækinu Marafli af gerðinni Barkemeyer og nýr veltitankur. Þessu til viðbótar voru lagnir endurnýjaðar, milli- dekk klætt, endurnýjað í íbúðarými og fleira. Rifsnesið er eftir breytingarnar vel búið til trollveiða og gert út sem slíkt. Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar á skipinu sem voru Atlas Borgartúni 24, 105 Reykjavík, sími: 562 1155, fax: 561 6894, Netfang atlas@vortex.is framkvæmdar hjá skipasmíðastöðinni í Póllandi. ' , M O R S K A Stocznia Remontowa S.A. t> RIFSNES SH-44 Framleiðsla hákarlalýsis arðbær Á norska neta- og Línuveióiskipinu Loran frá Godoy hefur verið lögð áhersla á að nýta aLL- an afla sem kemur upp úr sjó. Verðmætasta aukaafuróin er hákarlalýsi, en af því fást tæplega 200 kr. fyrir lítrann. Öll framleiðsla aukaafurða er á tilrauna- stigi og sýnishorn eru send víða, að því er segir í norska blaðinu Fiskaren. Áður fyrr var allur úrgangur hirtur og unninn úr honum fóóur tiL fiskeldis, en svo lækkaði veróió þannig aó ekki borgaði sig lengur að hiróa hann. TiLraunir tiL vinnslu aukaafurða á Lor- an er því nokkurt nýmæLi. Loran ertalið stærsta Línuveiðiskip í heimi og er nægilega stórt tiL að hægt sé að fLaka afLann um borð. Það er þó ekki gert vegna þess að sjötíu miLLjóna króna styrk, sem stjórnvöLd veittu tiL smiói skipsins, fyLgdi það skiLyrði að ekki mætti flaka um borð. Útgerð skipsins Lítur þó ekki á þetta skiL- yrði sem vandamál heldur reynir að finna nýjar Leiðir í vinnsLu afLans og koma nýjum afurðum á markað. Eina veruLega vandamáL- ió segir útgerðin nú vera Lágt ufsaverð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.