Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Blaðsíða 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Blaðsíða 6
um leið fyrir heilbrigði þjóðarinnar. Starf hans hefir fyrst og fremst verið mótað af einlægum vilja til að verða þjóð sinni að gagni, og fáir hafa sem hann verið sivakandi fyrir öllu, sem okkur mætti að liði verða í hinni örðugu lifsbar- áttu á þessu landi. Auk fjölda rita um læknisfræðileg efni hefir hann átt drjúgan þátt í að bæta híbýli þjóðarinnar, og honum er það að þakka, að Island varð fyrst allra ríkja í Evrópu til að koma á löggjöf til að tryggja það, að kauptún og bæir yrðu að vaxa eftir lögmálum fegurðar og nytsemd- ar, en ekki eins og óreglulegar húsaþyrpingar, þar sem eitt rekur sig á annars horn, svo að bæirnir verða hörmulegir útlits. Ég er sannfærður um, að fáir gera sér nú grein fjTÍr því, hve mikið afrek próf. G. H. hefir með þessu látið eftir sig, en seinni kynslóðir munu betur kunna að meta það. Ég leyfi mér að þakka próf. G. H. ágæta samvinnu, og fyrir hönd háskólans vil ég þakka honum fyrir þá dæmalausu elju, sem hann hefir sýnt i starfi sínu, fyrir ósérplægnina, sem aldrei hefir spurt um annað en, hvað þarf að gera, ekki hvað fæ ég fyrir það, ávalt haft almenningshag fyrir augum, en skeytt minna um eiginhagsmuni. Þótt próf. G. H. láti nú af kennslu vegna þess, að hann verður að gera það samkv. lögum, þá veit ég, að hann mun eftir sem áður vera sivakandi og sístarfandi fyrir velferð þjóðar sinnar, og ég óska að við megum lengi fá að njóta hans miklu starfskrafta. í stað próf. Guðmundar Hannessonar hefir próf. Jón Steffensen þegar tekið við, frá siðustu áramótum. Ég er þess fullviss að próf. Steffensen, sem er erlendis sem stendur, mun reynast verðugur eftirmaður G. H. og að háskólinn hefir þar fengið ungan vísindamann, sem mikils má af vænta. í guðfræðisdeildina hefir i stað próf. Sig. Sívertsen, verið settur dócent séra Björn Magnússon. Eins og kunnugt er varð séra Björn hlutskarpastur í samkeppni um embættið og sýndi afburðahæfileika í fræðigrein sinni, bæði í fróð- leik og vísindamennsku, og vona ég að háskólinn fái lengi að njóta starfskrafta hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.