Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 12
10 færslu. — Dr. Quintus Bosz frá Utreclit flutti í sept. og okt. 1937 2 fyrirlestra um nýlendur Hollendinga (með kvilc- myndasýningu) og um verzlun í nýlendum Hollendinga. — Séra Regin Printer frá Hvilsager á Jótlandi flutti í sept. og okl. 2 fyrirlestra um kirkjulíf í Danmörku og hákirkju- hreyfinguna á Englandi á öldinni sem leið. Dr. Niels Nielsen frá Kaupmannahöfn flutti i marz 4 fyrirlestra um jarðfræði fslands og fleira. Háskólinn og kennslumálaráðherrann. Hinn 16. nóv. 1937 skipaði kennslumálaráðherrann séra Sigurð Einarsson í dósentsembætti það, sem séra Björn prófastur Magnússon hafði verið settur í samkvæmt einróma tillögum 5 manna dómnefndar að loknu samkeppnisprófi, sbr. Árbók 1936— 1937, Ids. 39—41. Um leið gaf ráðherrann út árásarrit á há- skólann, til þess að réttlæta sjálfan sig og gerðir sínar, og skýrði frá því m. a., að hann liefði fengið dóm frá erlendum guðfræðingi, prófessor A. Nygren i Lundi, sem færi í öfuga átt við álit dómnefndarinnar og ráðherrann sjálfur teldi réttan. Rit þetta nefndi hann „Enn um háskólann og veit- ingarvaldið". Var það annað ritið í röðinni, sem liann lét gefa út gegn háskólanum. Hið fyrra var svar við „Skýrslu liáskólakennara um veitingu prófessþrsembættis í Iagadeild“, og valdi hann því heilið: „Háskólinn og veitingarvaldið“. Háskólaráðið laldi mjög hallað réttu máli i háðum þessum ritlingum og ákvað því að svara ráðlierranum í sérstöku riti. Iiinn 17. nóv. 1937 sendi það Fréttastofu blaðamanna svo- fellda yfirlýsingu, sem hirt var i I)löðum og útvarpi: „Háskólaráðið mótmælir eindregið tilraun kennslumála- ráðherra til þess að óvirða háskólann með því að skjóta dómi dómnefndar guðfræðisdeildar um samkepnispróf um dósentsemhætti deildarinnar til erlends manns, sem liann hefur getað til þess fengið, að gerast einskonar yfirmats- maður, og taka dóm þessa eina manns fram yfir einróma álit dómnefndarinnar. Auk þess hefur ráðherrann gefið út skýrslu um málið sér til réttlætingar, þar sem hann ræðst

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.