Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 42
40 Séra Sigurður var prestur þeirra Vopnfirðinga í 12—13 ár, bjó fyrst að Hofi, en sat síðari árin í Vopnafjarðarkaupstað. Hann var mjög áhugasamur í prestskap sinum og athafna- mikill, og er ekki of mælt, að kristnihald hafi staðið með mesta hlóma á þessum árum í Vopnafirði. Ilann beitti sér fvrir því, að kirkja var reist í Vopnafjarðarkaupstað, en þar hafði ekki áður kirkja verið, og nýja kirkju lét hann smíða að Hofi. Báðar voru kirkjur þessar með veglegri kirkjum hér á landi. Tíðasókn var að þeim í bezta lagi, enda fór öll prestsþjónusta séra Sigurði prýðisvel úr hendi, og hann var vinsæll mjög af safnaðarfólki sínu. Hann lét öll framfaramál héraðs síns mjög til sín taka og við ærinn stórhug. Meðal annars hratt hann því í framkvæmd, að stórt og vandað barnaskólaliús var reist í Vopnafirði. I félags- starfi presta landsins var hann einnig jafnan í fremstu röð. Þegar Háskóli ísiands var settur á stofn, var séra Sigurði hoðin dósentsstaða við guðfræðisdeildina. Tók hann því hoði og kom til Reykjavíkur alkominn liaustið 1911. Siðan var liann háskólakennari í 25 ár; prófessor varð hann 1917. Kennslugreinir hans voru lengst af: Trúfræði, siðfræði, trúarsaga Nýja testamentisins og kennimannleg guðfræði. Fvrstu árin kenndi liann þó ekki trúfræði, heldur skýr- ingu Nýja testamentisius og inngangsfræði þess. Hann skýrði þessi rit: Jóhannesar guðspjall, Postulasöguna, Rómverjahréfið, Galatal)réfið, Efesushréfið, Filippíbréf- ið, Kólossuhréfið, Hirðishréfin, Fílemonshréfið, Almennu hréfin og Opinherunarhólcina. \Tið skýringuna notaði hann allmikið „Die Scliriften des Neuen Testaments“, eins og þá var títt, en jafnframt samdi liann sjálfur skýringarrit, sem hera vitni um elju hans og áhuga, þótl ekki léti liann prenta þau. Hann samdi kennsluhók í trúarsögu Nýja testamentis- ins, en engin slik hók var til áður á íslenzku, enda hóf hann fyrstur að kenna þá námsgrein. Bókin kom út 1923 og var hún námshók guðfræðistúdentanna jafnan siðan. Þegar Jón Helgason varð hiskup og hvarf frá háskólanum, tólc Sigurður prófessor við trúfræðikennslunni af honum. Hann lagði

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.