Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Blaðsíða 194
Gerðar voru skoðanakannanir meðal starfsmanna og nemenda til að kanna við-
horf þeirra gagnvart RHÍ og mjög gagnlegar upplýsingar komu fram í þeim.
Helstu breytingar sem voru gerðar voru að tengja símatímann um fjórar klukku-
stundir þannig að símatími notendaþjónustu er nú 8.00-12.00 og 13.00-16.00. Ósk-
að var eftir hraðvirkari neyðarþjónustu og bætt var úr því. Miklar endurbætur voru
gerðará aðstöðu fyrir starfsmenn notendaþjónustu og skipt um skrifstofuhús-
gögn. Einnig var vélakosti skipt út.
Almenn ánægja var með þjónustusamninga. þar sem deildir eru með fastan tíma
hjá notendaþjónustu í hverri viku. Nokkrar deildir bættu við tímum í hverri viku til
að auka þjónustuna sem RHÍ veitir.
Þær deildir sem komnar eru með samning eru Endurmenntun HÍ. félagsvísinda-
deild, heimspekideild. hjúkrunarfræðideild. læknadeild. lögfræðideild, Rannsókn-
arþjónusta HÍ. rektorsskrifstofa. verkfræðideild. raunvísindadeild. viðskipta- og
hagfræðideild. Norræna eldfjallastöðin og tannlæknadeild.
Helstu framkvæmdir í tölvuverum á árinu 2003:
• í janúar voru settar upp nýjar tölvur í tölvuverum iðnaðar- og vélaverkfræði
og umhverfis- og byggingaverkfræði í VR-II. Jafnframt tók RHÍ við rekstri
tölvuveranna. Þar eru nú samtals 34 tölvur og tveir prentarar í tveimur tölvu-
verum.
• Endurnýjaðar voru tölvur í Odda 301. Tæknigarði. Læknagarði og Lögbergi.
samtals 83 tölvur.
• [ Læknagarði var sett upp nýtt tölvuver með 13 tölvum. ásamt nýjum prent-
ara. Þar eru nú tvö tölvuver.
• í ágúst var tölvubúnaður tölvuvers Tungumálamiðstöðvar endurnýjaður, en
þar eru nú 14 tölvur sem falla undir rekstur tölvuvera RHÍ.
• í Náttúrufræðahúsi var sett upp nýtt tölvuver með 25 tölvum. ásamt prentara.
Tölvuverið kemur í stað minna tölvuvers á Grensásvegi 12.
• Átta nýir prentarar voru settir upp í tölvuverum á árinu.
• (lok ársins 2003 voru tölvurnar í tölvuverum RHf 282 talsins og prentararnir
16.
Net- og símamál
Árið 2003 bar hvað hæst ráðstefnuna NORDUnet 2003. sem að þessu sinni var
haldin í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin af RHnet, en RHÍ lagði til nettengingu og
ýmsa tækniþjónustu. Á ráðstefnunni var m.a. sýndur árangur prófana á nýjum
samskiptaleiðum á Hlnet, svokölluðu IPv6.
Þráðlausum sendum var fjölgað á árinu og einnig sett ný stefna varðandi þann
búnað sem notaður er til þess arna, en ákveðið var að velja lausnir frá Cisco
Systems. Á árinu voru settir upp um 50 sendar, en mest ber þar á 30 sendum í
Náttúrufræðahúsinu.
Netdeild tók í gagnið tvær nýjungar á árinu, VPN-þjónustu annars vegar og ADSL
fyrir nemendur hins vegar. ADSL-þjónustan er mönnum orðin vel kunn, en VPN-
þjónustan gerir notendum Háskólanetsins kleift að tengjast því á öruggan hátt
hvaðan sem er, aðeins þarf tölvu með einhvers konar aðgangi að netinu. Valkost-
um ADSL-notenda fjölgaði á árinu þegar tenging tókst á við ADSL-kerfi Og Voda-
fone.
Viðamesta framkvæmd netdeildar var endurnýjun lagna í Árnagarði (að undan-
skildri Árnastofnun). Þar þurfti að rennuvæða húsið og var fenginn verktaki til
þess. Miklir flutningar og húsnæðisbreytingar voru á árinu 2003 sem kom net-
deild beint við.
Vegna flutnings í Öskju - náttúrufræðahús Háskólans var netdeild með annan fót-
inn þar frá júní 2003 og enn eru mörg verk óunnin.
Haga var breytt, þ.e. þar sem pósthúsið var áður verður lyfja- og eiturefnadeild.
og var sá hluti tengdur alveg upp á nýtt. bæði vírar og fíber. Neshagi 16 var tekinn
í gegn og þufti að tengja allar tölvu- og símalagnir upp á nýtt og setja upp nýjan
tengiskáp.
Talsverð endurnýjun fór fram á búnaði á Stúdentagörðum. Háskólaútgáfan og Fé-
lag háskólakennara fluttu í Háskólabíó og netdeild sá um tengingar. Nýr sviss
sem power fæðir í gegnum netið var settur upp. Öllum svissum var skipt út í VR-
II með 10/100 svissum að nýjustu gerð með 1 Gbps tengingum við netmiðju
190