Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Side 12
Helstu viðburðir
Stefna Háskóla íslands og framtíðarsýn
Forsendur
Á árunum 2004-2007 gekkst Háskóli íslands undir nokkrarytri úttektir sem ýmist
tóku til Háskólans í heild, einstakra þátta í starfsemi hans eða einstakra deilda
skólans. Meðal þeirra eru „Háskóli ístands. Stjórnsýsluúttekt" (Ríkisendurskoðun,
2005), „An Evaluation of Scholarly Work at the University of lceland" (menntamáta-
ráðuneytið, 2005), „University of lcetand. EUA Evaluation Report" (European Uni-
versity Association, 2005). „Kostnaður. skitvirkni og gæði háskólakennslu. Viðskipta-
fræði, lögfræði, tötvunarfræði" (Ríkisendurskoðun 2007), auk úttekta á lagadeild,
hugvísindadeild og raunvísindadeild (menntamálaráðuneytið, 2004, 2005, 2006).
Heildarniðurstöður atlra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóta íslands. Af
þeim má ráða að skótinn hefur á að skipa afar hæfu starfsliði sem á undanförnum
árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennstu. Hvatakerfi skólans hafa
komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikit þrátt fyrir að doktorsnám
sé enn fremur ungt við skólann. Stjómendur Háskólans hafa gætt þess að haga
rekstri í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur sem hann aflar. og skólinn kemur
ágættega út í samanburði á hagkvæmni og skilvirkni sem gerðurer við erlenda skóla.
Skýrsturnar geyma einnig ýmsar gagnlegar ábendingar um það hvernig bæta
megi rannsóknir. kennslu og stjórnun við skólann enn frekar. Háskóti ístands títur
úttektir sem þessar jákvæðum augum og telur þær vera mikilvægan þátt í gæða-
og umbótastarfi sínu. Um mitt ár 2005 skipuðu Pátl Skúlason, fráfarandi rektor og
Kristín Ingólfsdóttir, verðandi rektor, starfshóp til að fara kerfisbundið yfir athuga-
semdir úttektarskýrstnanna og gera tiltögur um hvernig bregðast mætti við þeim.
Skilaði starfshópurinn titlögum sínum í nóvember 2005 og strax í kjötfarið var
undir forystu Kristínar Ingólfsdóttur rektors hafist handa við að undirbúa stefnu-
mörkun fyrir Háskóla íslands í heild og fyrir deildir hans. Stóð sú vinna yfir vetur-
inn 2005-2006 og lauk með því að háskólaráð samþykkti á fundi sínum 11. maí
2006 Stefnu Háskóla íslands 2006-2011. Við mótun stefnunnar lögðu nær allir
starfsmenn skólans hönd á plóg, ásamt fuiltrúum stúdenta og nýdoktora. auk
þess sem haft var samráð við fótk úr stjórnmátum. atvinnulífi og menningartífi og
úralþjóðlegu háskótasamfélagi.
Tímamótasamningur um fjármögnun stefnu Háskóla íslands
2006-2011
Forsenda þeirra umbóta sem Stefna Háskóta íslands 2006-2011 felur í sér eru
stórauknar tekjur skólans á komandi árum. f kjötfar setningar stefnunnar hófust
viðræður við stjórnvöld um fjármögnun hennar og tauk þeim 11. janúar 2007 með
undirritun samnings milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla fslands um
fjármögnun kennslu og rannsókna. Samningurinn er til fimm ára. frá og með
árinu 2007 til ársloka 2011. Sameiginlegt markmið samningsaðita er að tryggja
gæði kennstu og rannsókna við Háskólann og stuðla að metnaðarfultri framþróun
í starfsemi skólans á samningstímanum. Jafnframt eru með samningnum
skapaðar forsendur fyrir því að Háskóli fslands öðtist viðurkenningu í framtíðinni
sem háskóli í fremstu röð í heiminum.
Framlög til Háskólans voru hækkuð um 300 m.kr. á fjártögum 2007 í tengstum við
samninginn og munu þau hækka um 640 m.kr. árlega á tímabilinu 2008-2011 uns
þau hafa hækkað samtals um 3.6 milljarða í lok samningstímabitsins árið 2011. í
langtímaáættun um útgjöld ríkisins er jafnframt gert ráð fyrir að framlög til
háskólastigsins aukist ártega um 3,5% vegna fjötgunar nemenda.
Samningurinn fetur í sér að fjárveitingar ríkisins tit rannsókna við Háskóta
Islands þrefatdast á samningstímanum. Framlög ríkisins til kennslu og þessara
þátta aukast á samningstímanum um samtats 75% samanborið við framtög á
fjárlögum árið 2006. Á fjárlögum 2006 voru bein framlög til rannsókna við
10