Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 16
Sé litið til einstakra námsleiða má nefna að um 50% fleiri stúdentar sóttu um að
hefja nám í viðskiptafræði en árið áður og nærri 100% fleiri vildu hefja nám í
iðnaðarverkfræði. Nærri 75% fleiri vildu læra tölvunarfræði við Háskólann en
haustið 2006. 16 stúdentar sóttu um að hefja nám í rússnesku og 20 í Austur-Asíu
fræðum. Báðar þessar námsleiðir eru nýjar við Háskóla íslands.
Sé litið til fjölda umsókna eftir deildum Háskótans fjölgaði umsóknum um þriðj-
ung í læknadeild. viðskipta- og hagfræðideild og verkfræðideild. Umsóknum um
nám í félagsvísindum fjölgaði um fjórðung og í lyfjafræði um rúm 20%. Tæp 15%
fjölgun vará umsóknum í guðfræðideild og hugvísindum. Milli 6 og 10% fleiri sóttu
um nám í lagadeild. tannlæknadeild. hjúkrunarfræðideild og raunvísindadeild.
Háskólinn vann hörðum höndum að því að bæta aðstöðu stúdenta og á
fullveldisdaginn 1. desember var Háskólatorg vígt, sem mun gjörbreyta aðstöðu
stúdenta Háskólans.
Fjölmennasta brautskráning frá upphafi
í júní fór fram fjölmennasta brautskráning frá stofnun Háskóla fslands árið 1911.
l. 056 kandídatar tóku við skírteinum sínum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur
rektors, þar af útskrifuðust 369 með meistaragráðu eða diplómagráðu á
meistarastigi. og 695 með BS- eða BA-gráðu.
Framkvæmdir og byggingarmál
Fjötmargar framkvæmdir stóðu yfir á árinu eða voru fyrirhugaðar og munu þær
til samans stórbæta húsnæðisaðstöðu skólans. Helstu verkefni eru þessi:
Vígsla Háskólatorgs 1. desember- bylting, ekki breyting
Nýjustu byggingar Háskóta ístands, Háskótatorg, Gimli og Tröð. voru vígðar með
hátíðarbrag hinn 1. desember. Byggingarnar eru samtals um 10.000 fermetrar og
hýsa fjölþætta þjónustu við nemendur. starfsfótk og gesti Háskótans. deildir og
rannsóknastofnanir. Við opnunarathöfnina ávarpaði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra gesti og Björgótfur Guðmundsson, stjórnarformaður
Háskólasjóðs Eimskips. afhjúpaði listaverk Finns Arnar Arnarssonar „Vits er þörf
þeim er víða ratar" sem prýðir miðrými Háskólatorgs. Þá ftutti Kristín Ingótfsdóttir
háskólarektor ávarp. einnig Dagný Ósk Aradóttir. formaður Stúdentaráðs
Háskólans, Haukur Agnarsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta og
Gunnar Sverrisson, forstjóri íslenskra aðalverktaka.
Háskólatorg er á svæðinu milli Aðalbyggingar og íþróttahúss Háskólans. Þar er
m. a. veitingasala, stórir fyrirlestrarsalir og alrými sem nýtist fyrir ýmiskonar
viðburði. Þar verður einnig þjónustuborð fyrir nemendur og gesti Háskótans. í
Háskólatorgi verða til húsa þjónustustofnanir við nemendun Fétagsstofnun
stúdenta, Stúdentaráð, Alþjóðaskrifstofa. Nemendaskrá og Námsráðgjöf auk
Bóksölu stúdenta. Einnig verður þar lesaðstaða. tölvuver og fteira. Gimli stendur
þar sem áður var bílastæði mitli Odda og Lögbergs. Þar verður m.a. tesrými. fyrir
nemendur í grunn- og framhaldsnámi. rannsóknastofnanir, vinnurými kennara og
skrifstofur deilda. Háskólatorg og Gimli tengjast með Tröð þar sem m.a. eru
fyrirhugaðarsýningará vegum Listasafns Háskóta íslands.
í heild má gera ráð fyrir að um 1.500 nemendur og starfsmenn muni eiga aðstöðu
í Háskótatorgi og Gimli en auki þess muni þar leggja leið sína þúsundir aðrir
nemendur Háskóla ístands, starfsfólk og gestir.
Fyrsta skóftustunga að byggingunum var tekin 6. apríl 2006 en forsöguna má
rekja til rektorstíðar Páls Skútasonar. sem hafði lengi átt þann draum að byggt
yrði á háskólasvæðinu Háskólatorg. vegleg þjónustu- og menningarmiðstöð er
gæfi tækifæri og tilefni tit aukinna samskipta nemenda, starfsfótks og gesta.
Byggingarnefnd Háskólatorgs var skipuð haustið 2003 og hófst þegar handa við
undirbúning. Unnin var kröfu- og þarfatýsing sem gegndi lykilhlutverki í
atverksútboði í framhatdi af forvati. Ákveðið var að hreinn byggingarkostnaður
yrði fastur, 1.600 m.kr. og var atverktaka og hönnuðum gert að teggja fram lausnir
miðað við kröfu- og þarfalýsingu fyrir þá fjárhæð. Tillögurnar voru því eingöngu
metnar út frá hönnunarlegum forsendum. Var þetta í fyrsta skipti sem þessari
útboðsaðferð var beitt á ístandi við opinbera framkvæmd. Fimm alverktakar voru
vatdirtil að keppa um hönnun og byggingu Háskólatorgs vorið 2005.
Hlutskarpastir í keppninni urðu íslenskir aðalverktakar ásamt Hornsteinum
arkítektum og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Happdrætti Háskóla islands
14