Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Qupperneq 21
læknadeildar, Hjalti Hugason forseti guðfræðideildar, Lárus Thorlacius forseti
raunvísindadeildar, Ingjaldur Hannibalsson forseti viðskipta- og hagfræðideildar
og Ólafur Þ. Harðarson forseti félagsvísindadeildar.
Fræðasetur Háskóla íslands á
landsbyggðinni - vaxandi starfsemi
Mikil gróska einkenndi starfsemi fræðasetra Háskólans á landsbyggðinni og voru á
árinu starfrækt slík setur á sjö stöðum. þ.e. í Stykkishólmi, Sandgerði. Hveragerði.
Vestmannaeyjum. Höfn, Húsavík og Bolungarvík. Á árinu samþykkti ríkisstjórnin
sérstakar mótvægisaðgerðir gegn niðurskurði aflaheimilda og gera þær m.a. ráð
fyrir eflingu þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni. í tengslum við þetta er í fjárauka-
tögum ársins 2007 gert ráð fyrir um 50 m.kr. framlagi til fræðasetra Háskótans.
Akademísk gestastörf við Háskóla
íslands
Háskólaráð samþykkti á árinu reglur um veitingu akademískra gestastarfa við
Háskóla íslands. Akademískir gestakennarar þurfa ótvírætt að uppfylla akadem-
ískar hæfiskröfur og er gerður samningur við þá um starfsskyldur þeirra. Óhætt
er að segja að þessi nýbreytni hafi mælst vel fyrir því þegar á árinu 2007 voru
gerðirsamningarvið 15 akademíska gestakennara á flestum fræðasviðum
Háskólans:
• Agnar Helgason, vísindamaður við deCODE Genetics. íslandi. rannsókna-
dósent við félagsvísindadeild.
• Atlan I. Pack. prófessor við University of Pennsylvania. Bandaríkjunum.
gestaprófessor við læknadeild.
• Anna Gunnþórsdóttir, dósent við Australian Graduate School of
Management. Ástralíu. gestadósent við viðskipta- og hagfræðideild.
• Bernhard Pálsson. prófessor við University of California í San Diego, Banda-
ríkjunum, gestaprófessor við læknadeild. raunvísindadeild og verkfræðideild.
• Björn Birnir. prófessor við University of California í Santa Barbara.
Bandaríkjunum, gestaprófessor við verkfræðideild og raunvísindadeild.
• Donna Z. Bliss, prófessor við Háskólann í Minnesota, Bandaríkjunum.
gestaprófessor við hjúkrunarfræðideild.
• Guðni Axelsson, deildarstjóri hjá ÍSOR. íslandi. gestaprófessor við
verkfræðideild og raunvísindadeitd.
• Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs deCODE
Genetics. íslandi. rannsóknadósent við verkfræðideild.
• Kári Stefánsson, forstjóri deCODE Genetics. íslandi. rannsóknaprófessor við
læknadeild.
• Kristján S. Guðmundsson. vísindamaður hjá GlaxoSmithKline, Banda-
ríkjunum. gestaprófessor við lyfjafræðideild.
• Ólafur G. Flóvenz. forstjóri ÍSOR. (slandi, gestaprófessor við verkfræðideild
og raunvísindadeild.
• Ruth Lindquist, prófessor við Háskólann í Minnesota, Bandaríkjunum,
gestaprófessor við hjúkrunarfræðideild.
• Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Norges Handelshojskole. Noregi.
gestaprófessor við viðskipta- og hagfræðideild.
• Steen Rasmussen, sérfræðingur hjá Danish National Board of Heatth, Dan-
mörku. gestalektor við læknadeild.
• Unnur Þorsteinsdóttir. vísindamaður við deCODE Genetics, íslandi. rann-
sóknadósent við læknadeild.
Veiting akademískra nafnbóta
í nóvember veitti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor akademískar nafnbætur
starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss og Krabbameinsfélags Islands sem
sinnir rannsóknum og kennslu. Alls hlutu 17 einstaklingar akademískar
nafnbætur. Er þetta í fjórða sinn sem Háskólinn veitir nafnbætur með þessum
hætti. en í því felst viðurkenning Háskólans á akademísku hæfi þeirra starfs-
manna sem nafnbótina hljóta. Nafnbótin erveittað undangengnu mati dóm-
nefndar á vísindastörfum og veitir viðkomandi starfsmanni heimild til að bera þá