Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 32
Sameiginlegt nám í sjávar- og vatnalíffræði í Háskóla íslands
og Háskólanum á Hólum
Háskóli íslands og Háskólinn á Hólum tóku upp það nýmæli um haustið að bjóða
upp á sameiginlegt nám til BS-gráðu í sjávar- og vatnalíffræði. Markmið námsins er
að mennta líffræðinga með yfirgripsmikla þekkingu á líffræði sjávar og ferskvatns.
Sérstaða námsins fetst í að nemendur stunda námið bæði í Reykjavík og í Skagafirði
og nýta sér meðal annars nýja og fullkomna aðstöðu Hólaskóla á Sauðárkróki til
rannsókna á lífríki ferskvatns og sjávar. Nemendur nýta breiðan grunn námskeiða
og kennslu í líffræði við Háskóla íslands. Við Háskólann á Hólum verða í boði
margvísleg sérnámskeið. einkum á sviði fiskalíffræði. umhverfismáta og vísinda-
legra aðferða. Námið verður í alþjóðtegu samstarfi og að htuta kennt á ensku.
I samningi milli Háskólans á Hólum og Háskóta íslands um sameiginlega námið
er gert ráð fyrir að komið verði á fót kennslusamstarfi. nemendaskiptum. sam-
eigintegum námsleiðum og prófgráðum. Leitast verður við að veita góða menntun
og stuðta að öflugum rannsóknum í tengslum við atþjóðtegt fræðasamfélag.
Samningurinn er liður í framkvæmd stefnu Háskóla íslands um að efta samstarf
við innlenda háskóla og rannsóknastofnanir til að stuðla að framúrskarandi
árangri íslenskra vísindamanna á tilteknum sviðum. Þetta er í fyrsta sinn sem
Háskóli Islands stofnar til sameiginlegrar námsgráðu með öðrum háskóla, en
sameiginlegar námsgráður voru fyrst heimitaðar í nýjum háskólatögum.
Lagastofnun og LEX í samstarf um rannsóknir í auðtinda- og umhverfisrétti
í júní undirrituðu Lagastofnun Háskóta Islands og LEX ehf. tögmannsstofa
samning um samstarf um rannsóknir í auðlinda- og umhverfisrétti.
Rannsóknirnar varða Kýótó-bókunina. Markmiðið að greina og týsa regtum
bókunarinnar annars vegar með htiðsjón af tagalegri stöðu ístands að þjóðarétti
og hins vegar með hliðsjón af réttarstöðu einstaklinga og lögaðita sem lúta
lögsögu ístenska ríkisins.
Einn þáttur samstarfsins lýtur að fræðafundum Lagastofnunar Hl og LEX. bæði
með starfsmönnun LEX og opinberum fræðafundum opinbertega á
samningstímabilinu þarsem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntarog
ræddar.
Markmið LEX með samstarfssamningnum er m.a. að efta enn frekar faglegt starf
sem fram fer á tögmannsstofunni á þessu réttarsviði. Er þetta í annað sinn sem
LEX og Lagastofnun gera samning um rannsóknir í lögfræði. en lögmannsstofan
styrkti rannsókn á milliverðlagningu árið 2006. Á LEX starfa hátt í 30 lögmenn
með víðtæka þekkingu og reynslu á ötlum helstu sviðum tögfræðinnar. LEX hefur
sinnt fjötbreyttum verkefnum á sviði auðlinda-. orkunýtingar- og umhverfisréttar
og býr lögmannsstofan yfir mikilli sérþekkingu á því sviði. Þar starfar nú sérstakt
auðlinda- og orkunýtingarteymi.
Samstarf um að hefta losun gróðurhúsalofttegunda
Orkuveita Reykjavíkur. Hitaveita Suðurnesja hf„ Háskóli Islands og Norðurát hf.
gerðu í lok aprít með sér samkomutag um að vinna saman að því að finna leiðir
til að hefta losun gróðurhúsatofttegunda. Saman hyggjast þessir aðilar þróa að-
ferðirtil að safna koltvísýringi úr útblæstri álvera og annað hvort nýta hann eða
binda öðrum efnum, t.d. í jarðlögum. Með því væri dregið úr gróðurhúsaáhrifum
starfseminnar.
Háskóli íslands mun teggja til samstarfsins fræðitega undirstöðu og verkefnis-
stjórn fyrsta hluta verkefnisins. Orkuveita Reykjavíkur. Hitaveita Suðurnesja og
Norðurál teggja verkefninu til fjármagn, tæki og búnað. Líktegt erað fleiri aðilar
komi að samstarfinu, þar á meðal sveitarfétög og erlendir háskótar.
Þróaðar hafa verið kenningar um að hægt sé að binda koltvísýring úr útbtæstri
eða úr andrúmstofti til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Á atþjóðlegum vettvangi
hefur mjög verið horft til koltvísýringsverkefna hér á landi. ekki síst verkefnis
sem stýrt er af Sigurði Reyni Gíslasyni vísindamanni á Jarðvísindastofnun
Háskóta íslands. Skömmu fyrir undirritun samkomutagsins hlotnaðist einum
samstarfsaðila Sigurðar. Watlace S. Broecker, virtustu jarðvísindaverðtaun
heimsins, Crafoord-verðlaunin, sem Sænska vísindaakademían veitir. Þegar
Broecker, sem starfar við Columbia-háskólann. var staddur hér á landi 2006 í
tengslum við undirritun samstarfssamnings mitli Háskóla fslands og
Jarðarstofnunar Cotumbia-háskóla, sagðist hann telja að Islendingar gætu orðið
frumkvöðlar í þróun á bindingu koltvísýrings.
30