Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Qupperneq 102
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félags-
ráðgjöf, Jónína Einarsdóttir, dósent í mannfræði og Ómar H. Kristmundsson,
dósent í stjórnmálafræði.
Kennslunefnd skipuðu Sif Einarsdóttir dósent, sem var formaður. Jóhanna Gunn-
laugsdóttir dósent, Daníel Þór Ólason lektor, Guðrún Geirsdóttir lektor, Steinunn
Hrafnsdóttir dósent. Kristín Loftsdóttir prófessor og Svanur Kristjánsson prófessor.
Fulltrúi nemenda var Vera Knútsdóttir.
Siðanefnd skipuðu Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. sem var formaður, Ástríður
Stefánsdóttir. dósent við Kennaraháskóla [slands. Sigrún Júlíusdóttir prófessor,
Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Jónína Einarsdóttir dósent og Jakob Smári
prófessor.
Starfsfólk
í ársbyrjun 2007 voru fastráðnir kennarar 50. sem skiptust þannig: 19 prófessorar.
20 dósentar og 11 lektorar. í hópi fastra kennara voru 24 konur og 26 karlar. Árið
1976 (við stofnun deildar) voru kennararnir 11. þar af tvær konur. Auk fastra kenn-
ara kenna fjölmargir stundakennarar við deildina og nam kennsla þeirra um 25
þúsund vinnustundum. Þeir kenna allt frá nokkrum fyrirlestrum og upp í eitt eða
fleiri námskeið og eru á milli 700-800 stundakennslusamningar gerðir við
deitdina árlega.
Breytingará starfsliði fastráðinna kennara á árinu voru sem hérsegin
• Steinunn Hrafnsdóttir. lektor f félagsráðgjöf. hlaut framgang í starf dósents.
• Ágústa Pátsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði, htaut framgang í
starf dósents.
• Jóhanna Gunntaugsdóttir. lektor í bókasafns- og upplýsingafræði. hlaut
framgang í starf dósents.
• Unnur Dís Skaptadóttir, dósent í mannfræði. hlaut framgang í starf
prófessors.
• Friðrik H. Jónsson. dósent í sátfræði. htaut framgang í starf prófessors.
• Kristín Loftsdóttir. dósent í mannfræði, hlaut framgang í starf prófessors.
• Atyson Judith Kirtley Bailes var ráðin gestakennari við stjórnmátafræðiskor
frá 20. ágúst 2007 til tveggja ára.
• Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. dósent í félagsfræði. sem hafði verið í 50% starfi
var ráðin í 100% starf.
• Freydís Freysteinsdóttir. tektor í fétagsráðgjöf. var í launatausu leyfi frá 1. ágúst.
• Indriði H. Indriðason dósent var í launaiausu teyfi frá 1. ágúst.
• Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor var í launalausu leyfi og gegndi
starfi sendiherra (stands í Afríku.
Um félagsvísindadeild
Félagsvísindadeitd hélt áfram að vera fjölmennasta deild Háskóta ístands með
tiðtega 2.500 nemendur. Fjölmennustu skorirnar í árstok voru
stjórnmátafræðiskor með 600 nemendur og sátfræðiskor með 529 nemendur.
Nemendur hafa aldrei verið fteiri í sögu deildarinnar en þeirvoru um 300 þegar
deildin var stofnuð 1976.
Húsnæðismál
Hinn 1. desember voru vígðar nýbyggingar Háskóla íslands; Háskólatorg. Tröð og
Gimli og munu þær væntanlega bæta úr hinum gífurtegu húsnæðisþrengstum
sem deildin hefur búið við undanfarin ár en fastir starfsmenn deildarinnar hafa
verið í sex byggingum á háskótasvæðinu.
Kennsla
Grunnnám:
[ fétagsvísindadeild er unnt að stunda þriggja ára nám sem týkur með BA-prófi.
Til BA-prófs eru kenndar eftirfarandi greinar: Bókasafns- og upplýsingafræði.
fétagsfræði. fétagsráðgjöf. mannfræði, sálfræði. stjórnmátafræði, uppetdis- og
menntunarfræði og þjóðfræði. Þessar greinar eru kenndar bæði sem aðatgreinar
og aukagreinar nema félagsráðgjöf. Þá er boðið upp á diplómanám í
tómstundafræði í grunnnámi (45e).
Atvinnulífsfræði. borgarfræði. fjölmiðlafræði, kynjafræði (í samvinnu við hugvís-
indadeild). safnafræði (í samvinnu við hugvísindadeild). almenn trúarbragðafræði
(í samvinnu við guðfræðideild og hugvísindadeitd). upptýsinga- og skjalastjórn hjá
skipulagsheildum og tómstundafræði eru kenndar sem aukagreinar (30e). Þá er í
boði námsleið (20e) í stjórnmálafræði innan BA-náms, „Scandinavian Studies" í
100