Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 138
ráðstefnuna. Lykilfyrirlesarar voru: Bernard Spolsky. prófessor við Bar-llan
háskólann ÍTel-Aviv; Jens Allwood. prófessor við Gautaborgarháskóla; Peter K.
Austin, prófessor við University of London og Tomohiro Tanikawa. prófessor við
Háskólann ÍTokyo. Auk frummælenda fluttu erindi fulltrúar frá
tungumálastofnunum Max-Planck Institut í Leipzig. DoBeS. PARADISEC, EMELD.
LDC. CARLA og WLDC.
Kynning SVF í Finnlandi
Dagana 3.-5. desember fór fram kynning í Finnlandi á Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur. Mánudaginn 3. desember var haldin ráðstefna um þýðingar
norrænna bókmennta undir yfirskriftinni Nordisk litteratur i översætning. Praktik
och visioner. ExempeL istándska, finska och svenska. Ráðstefnan fór fram á
menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Helsinki og var haldin samvinnu við
Hanaholmen, FILI-Finnish Literature Exchange. Nifin-Nordens institut i Finland
og Menningarsjóð Finnlands og íslands. Þriðjudaginn 4. desembervar haldinn
vinnufundur með fræðimönnum á sviði tungumála, bókmennta og menningar við
Háskólann í Helsinki og Háskólann í Jyváskylá. Vigdís Finnbogadóttir tók þátt í
dagskránni og htaut heimsóknin mikla athygti fjötmiðla og var fjallað um
stofnunina með áberandi hætti í helstu dagblöðum Finnlands. Dagskráin í
Finntandi er sú fjórða og síðasta í kynningarátaki stofnunarinnar á
Norðurlöndum.
Samstarf við Bókmenntahátíð í Reykjavík
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur átti í samstarfi við Bókmenntahátíðina í
Reykjavík sem fram fór dagana 9.-15. september. Bókmenntahátíð og SVF stóðu
fyrir mátþingi um þýðingar hinn 15. september og fór það fram í Odda. Einnig
stóðu aðilar sameiginlega að fyrirlestri suður-afríska nóbelsskáldsins J.M.
Coetzee sem fluttur var í Hátíðasal Háskóla (slands og fyrirlestri rithöfundarins
Jung Chang sem ftuttur var í Háskólabíói. Húsfyllir var á þessum viðburðum sem
tókust afar vel.
Útgáfur fræðirita
• Teaching and Learning Engtish. In honour of Auður Torfadóttir: Bókin er safn
greina um nýjar rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á íslandi. Þetta er
í fyrsta sinn sem bók um þetta efni kemur út á íslandi og þótt enskukennsla
sé í brennidepli á innihaldið einnig erindi til þeirra sem fást við tungumála-
kennstu almennt svo og áhugafólks um tungumál. Ritstjórar eru Birna
Arnbjörnsdóttir dósent við hugvísindadeild og Hafdís Ingvarsdóttir dósent við
fétagsvísindadeild.
• Gustur úr Djúpi nætur - Ljóðasaga Lorca á Islandi er safn þýðinga á Ijóðum
spænska skáldsins Federico García Lorca sem birst hafa í blöðum og tíma-
ritum á Islandi. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi
ritstjóra bókarinnar Hólmfríðar Garðarsdóttur dósents um ævi og yrkisefni
Lorca. I bókarlok er að finna leiðbeiningar um Ijóðagreiningu. Bókin er hluti
af tvímálaútgáfu SVF.
• Hegravarpið eftir Lise Tremblay: Smásagnasafnið Hegravarpið kom út í
íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur. dósents í frönsku. Davíðs Steins
Davíðssonar og Lindu Rósar Arnardóttur. Bókin sem kom fyrst út í Montréal
árið 2003 hefur að geyma fræðilegan inngang um þýðinguna og höfundinn.
• Villa á öræfum / Allein durch die Einöde er ný tvímála útgáfa á hrakninga-
sögum Pálma Hannessonar. alþingismanns og f.v. rektors Menntaskólans í
Reykjavík. Frásagnir hans hafa lengi notið hylli meðal landsmanna. bæði sem
erindi flutt í útvarpi og á rituðu máli. Bókinni fylgir ítarleg greinargerð eftir
Marion Lerner þýðingarfræðing á þýsku og ístensku. en hún þýddi sögurnar
á þýsku. Loks eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Islands.
Alþjóðleg tungumálamiðstöð - World Language Centre
Unnið hefur verið einarðlega að framgangi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar
sem fyrirhugað er að komið verði á fót á næstu árum. Stofnunin hlaut sérstakan
styrk úr menningarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) til
að greiða kostnað við undirbúningsfundi með erlendum samstarfsaðilum. Sá
fyrsti var hatdinn við Háskóla íslands í janúar. en þar hélt málvísindamaðurinn
Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, fund með starfsmönnum SVF. I
maí var haldinn vinnufundur í Gautaborg þar sem auk Jens Allwood tóku
eftirfarandi fræðimenn þátt: Anju Saxena. dósent við Uppsalaháskóla. Helge
Sandoy. prófessorvið Háskólann í Bergen, Peter Austin. prófessorvið
Lundúnarháskóla, Kristján Árnason prófessor og fyrir hönd SVF voru Gauti
Kristmannson. Auður Hauksdóttir og Laufey Erla Jónsdóttir. Um haustið gekkst
stofnunin fyrir viðamikilli ráðstefnu sem getið er hérað framan.
136