Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 160
Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar Háskólans um námið og kennarar. auk kennara Háskóla (slands.
koma frá innlendum og erlendum stofnunum. Nú liggja fyrir samstarfs eða vilja-
yfirlýsingar við Hjartavernd. Krabbameinsfélag íslands, Landlæknisembættið.
Lýðheilsustöð. slysa- og bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss og SÁÁ.
í mörgum tilvikum koma sérfræðingar frá þessum stofnunum að kennslu og leið-
sögn nemenda sem eiga þess einnig kost að vinna rannsóknarverkefni sín í sam-
starfi við þessar og aðrar innlendar stofnanir. Á haustmánuðum 2007 buðu Krabba-
meinsfélag íslands og Slysa- og bráðasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss
nemendum í vísindaferðir til nánari kynningar á starfsemi sinni og gagnagrunnum.
Harvard School of Public Health. Karolinska Institutet, University of Minnesota og
Norræni lýðheitsuháskólinn hafa skrifað undir samstarfs- og/eða viljayfirtýsingar
um að koma að þróun náms Háskóla ístands í lýðheilsuvísindum. Auk beinnar
rannsóknarsamvinnu. munu þessar stofnanir tilnefna gestaprófessora sem taka
þátt í skipulagningu námsins. halda styttri námskeið og koma að teiðsögn
rannsóknarverkefna ásamt því að taka þátt í opnum ráðstefnum um
heitbrigðismál í samvinnu við Miðstöð Háskóta íslands í lýðheilsuvísindum.
Samstarfið mun einnig feta í sér möguleika fyrir nemendur að stunda
rannsóknarvinnu og taka námskeið erlendis sem ekki eru í boði hér heima.
Málþing
Fyrsta mátþing Miðstöðvar í týðheitsuvísindum. „A Day of Cardiovascutar Heatth''.
fórfram föstudaginn 14. september. Fyrirlesarar voru Pamela Schreiner,
prófessor við Háskólann í Minnesota, Aaron Fotsom. prófessorvið Háskólann í
Minnesota og Vilmundur Guðnason. dósent við Háskóta íslands og forstöðulæknir
Hjartaverndar. Málstofan var opin og vel sótt bæði af nemendum í
týðheilsuvísindum. fræðimönnum og öðru fagfólki.
Starfsfólk
Starfsfótk Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum er: Unnur A. Valdimarsdóttir. dósent og
Dóra R. Ótafsdóttir. skrifstofustjóri, en í tok ársins voru doktorsnemarnir Helga
Zoéga. Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Ragnhitdur Guðmundsdóttir ráðnar aðstoðar-
kennarar og rannsóknarsérfræðingar við Miðstöðina frá 1. janúar 2008. Miðstöðin
var til húsa á Neshaga 16 en ftytur í FS Húsið við Hringbraut í ársbyrjun 2008.
Lífeðlisfræðistofnun Háskóla íslands
Lífeðtisfræðistofnun Háskóta Islands (regtur nr. 1047/2003) var komið á fót árið
1995 og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem starfrækt hafði
verið í þrjá áratugi. Stofnunin ertil húsa í Læknagarði. en aðstaða fyrir
áreynstutífeðlisfræði er í Skógarhtíð 10 og er rekin þar í samvinnu við
sjúkraþjálfunarskor. Megin htutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Annars vegar
rannsóknir í lífeðlisfræði hins vegar að veita aðstöðu til verklegrar kennslu í
lífeðtisfræði. bæði í grunnnámi og rannsóknartengdu framhatdsnámi.
Stofnunin veitir öltum fastráðnum kennurum og sérfræðingum Háskóla Islands í
lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. hvar í deild eða skorum sem þeir eiga heima.
s.s. tæknadeild, raunvísindadeild og hjúkrunarfræðideild. Nýir starfsmenn, Marta
Guðjónsdóttir lektor og Lilja Guðrún Steinsdóttir aðstoðarmaður, komu til starfa á
árinu 2007 en Jóhanna Jóhannesdóttir lét af störfum eftir að hafa starfað við
stofnunina í hartnær þrjá áratugi.
Einnig geturstjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum
aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Á stofnuninni er unnið að
undirstöðurannsóknum á margvíslegum sviðum lífeðlisfræðinnar. Með þessum
rannsóknum er aflað nýrrar þekkingar sem kemur að notum við lausn á ýmsum
viðfangsefnum. bæði fræðilegum og hagnýtum. Þá er nokkuð um þjónusturann-
sóknir. s.s. þrekmælingar á íþróttamönnum og þjónusta við fyrirtæki í fiskeldi.
Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskóla Islands
og leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki
hefur stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra
námsleiða við Háskóla íslands sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni.
Þannig hefurtekist að halda nærallri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan
Háskólans á einum stað. Auk þess annast stofnunin kennslu í þremur
námskeiðum í tífeðlisfræði innan heilbrigðisverkfræði samkvæmt samningi við
Háskólann í Reykjavík.
158