Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Side 178
Birnir. prófessor við Kaliforníuháskólann í Santa Barbara og Hafrannsóknastofnun
að frekari þróun reiknilíkana við að líkja eftir gönguhegðan loðnu. Lokið var við
verkefni um vægismetla fyrir gaussísku fjölkostadreifinguna sem er notuð til að
lýsa lengdardreifingu þorska. Unnið var að verkefni um spálíkön fyrir nýtnihlutfall
þorskafta. los í þorskholdi og magn orma í þorski í samvinnu við verkfræðideild
Háskóla Islands, Matís. og sjávarútvegsfyrirtækin FISK. Vísi. GR og Samherja.
Unnið var að ýmsum verkefnum á sviði reiknigreindar, sér í lagi verkefni í
samvinnu við fyrirtækið Marorku um stýringu olíunotkunar skipa með hjálp
grákassalíkana og aðferðir við flokkun tímaraða með kjarnaaðferðum. Samstarf
erá milli reiknifræðistofu og Automated Scheduling. Optimisation and Ptanning
rannsóknarhóps við háskólann í Nottingham í Englandi á sviði bestunar.
Haldið var áfram samvinnu við Önnu Soffíu Hauksdóttur. prófessor á
kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar. um hönnun nýrra reiknirita við bestun
og líkansmækkun í stýrifræði, sem byggja á lokuðum lausnarformum.
Unnið var að eftirfarandi verkefnum á sviði bayesískrar tölfræði: gerð
rennslistykils í samvinnu við Orkustofnun og verkfræðideitd Háskóta íslands:
rúmfræðitegt spálíkan fyrir lággildisdreifingar fyrir hitastig í samvinnu við
Biostatistics, MD Anderson Cancer Center. University of Texas, Houston;
tölfræðipróf fyrir samanburð á tengslaójafnvægi milli hópa í samvinnu við
deCODE genetics.
Unnið var áfram að rannsóknum á slembimengjum og slembimálum. nú í
samvinnu við Gúnter Last. Karlsruheháskóla, Þýskalandi. Meðal annars var
gengið frá grein um grundvallartengsl mitli jafnvægiseiginleika og óbreytitegs
massaflutnings fyrir stembimál á Abelskum grúpum. Þessi tengsl draga saman í
heitdarmynd ýmsar rannsóknaniðurstöður fyrir strjál d-víð slembimengi, sem
birst hafa síðasta áratuginn. og víkka jafnframt sjóndeildarhringinn langt út fyrir
slík mengi yfir í mjög almenn stembimál. Þetta teggur grunn að viðamiklum
rannsóknum sem ætlunin er að vinna að næstu árin. Þá kom út grein um
Palmvensl stembimengja í margvíðri grind í Advances in Apptied Probability.
Einnig var unnið að útvíkkun á tengisetningunni um samleitni stembistaka í
strjáta grannmynstrinu. sem leiðir m.a. til nýrrar og gagnsærrar sönnunar á
tengisetningu Skorohods og Dudleys um veika samleitni í þéttteljanlegum
firðrúmum. Haldnir voru fyrirtestrar um þessi efni víða um tönd. Loks var unnið
að annari útgáfu bókarinnar Coupling, Stationarity, and Regeneration (Springer
2000). sem mun koma út sem ftokkur þriggja bóka næsta áratuginn.
Stærðfræðistofa
Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri
eðtisfræði. Þar störfuðu á árinu 2007 níu fastir kennarar í raunvísindadeitd og sex
sérfræðingar. Tveir hinna síðarnefndu sitja í nýdoktorastöðum á vegum Lárusar
Thorlacius og Þórðar Jónssonar og eru kostaðar af rannsóknastyrkjum. Við
stofuna voru jafnframt sjö stúdentar í rannsóknatengdu námi. Af þeim eru fimm í
doktorsnámi og þrír þeirra hlutu styrk úr Háskótasjóði Eimskipafétags íslands.
Viðfangsefni stofunnar spanna margar sérgreinar stærðfræði og
stærðfræðitegrar eðtisfræði. Þau hetstu eru á sviði atgebru og atgebrulegrar
rúmfræði, tvinnfatlagreiningar og fágaðrar rúmfræði. skammtasviðsfræði,
strengjafræði, óvíxtinnar rúmfræði. diffurrúmfræði. fettagreiningar, ólínutegra
hlutafleiðujafna. kvístunarfræði og netafræði.
Niðurstöður rannsókna sinna birta starfsmenn stofunnar í skýrstum
Raunvísindastofnunar sem og í innlendum og atþjóðtegum fagtímaritum.
Starfsmenn stofunnar eiga öflugt samstarf á fræðasviðum stofunnar við fótk víða
um heim og atgengt er að samstarfsmenn ertendis frá dvelji við stofuna til að
vinna að sameigintegum rannsóknaverkefnum. Þess má geta að tveir af
starfsmönnum stofunnar, Þórður Jónsson og Lárus Thoracius, eru þátttakendur í
samstarfsnetunum ENRAGE og Forces Universe á vegum Evrópusambandsins.
Jafnframt má geta þess að annars vegar Jón Ingótfur Magnússon og Ragnar
Sigurðsson og hins vegar Lárus Thorlacius. Rögnvatdur Mölter og Þórður
Jónsson hlutu styrk úr JULES VERNE-samstarfsverkefni Frakklands og íslands á
sviði vísinda og tæknirannsókna.
176